Amatörar á Alþingi og í kauphöll?

Eftir því sem mér hefur skilist á fréttum, virðast ekki vera lagaheimildir til að rifta ákvörðunum fyrri stjórnar þessa nú gjaldþrota banka um að aflétta ábyrgðum umræddra starfsmanna vegna þessara lána. Víða annar staðar t.d. hér í Danmörku getur skiptastjóri með hjálp dómstóla rift samningum sem gerðir hafa verið allt að tveimur árum fyrir gjaldþrot og sannanlega hafa rýrt þrotabúið. Slík lög eru almenn skynsemi til að koma í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækja rýji félagið verðmætum til eigin ágóða.

Ábyrgðin á setningu og endurbótum laga er að sjálfsögðu Alþingis, einu þjóðkjörnu fulltrúum stjórnkerfisins.

Það er í mínum huga enginn vafi á að lánin voru veitt til að halda uppi eftirspurn og þar með háu verði á hlutabréfum bankans, auk þess sem bankinn gat blásið upp efnahagsreikning sinn með að auka hlutafé og á sama tíma hækkað útlánareikning sinn án þess að nokkrir fjármunir hafi komið inn í bankann, þeir voru bara færðir til og tvöfaldaðir við það. Nú er augljóst að stjórn bankans bjóst ekki við að geta innheimt þessi lán hjá lántökunum. Öll þessi aðgerð er siðlaus og ef hún er ekki ólögleg, þá ætti hún að vera það.

Annað atriði sem mér finnst vanta í umræðuna er hlutverk og ábyrgð kauphallarinnar, það er augljóst að um er að ræða viðskipti innherja, voru tilkynningar gefnar um það og ef svo er vaknaði engin grunur um að eitthvað misjafnt ætti sér stað þegar fjöldi innherja kaupir hlutabréf í þeim banka sem þeir starfa hjá, fjármögnuð að bankanum sjálfum?


mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband