Hversu oft eigum við eftir að sjá þessa fyrirsögn?

Ég viðurkenni að þetta er stór viðburður, en á þó erfitt með að skilja hvers vegna hann flæiðr yfir því sem alla vefsiðu mbl. Sama gildir um Ruv og Vísi. Hins vegar er lítið fjallað um afgreiðslu ICEsave, efnahagsreikninga gömlu bankanna, framgang efnahagsáætlunar rikissjórnarinnar, fyrirhugaðan niðurskurð, gjaldþrot fyrirtækja, atvinnuleysi og þróun þess ásamt öðrum afleiðingum bankahrunsins.

Hafa ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi ekki gert sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að gefa almenningi upplýsingar og veita með því stjórnvöldum aðhald. Ritstjórnirnar flutu eins og flestir aðrir sofandi að feigðarósi síðasta haust. En fyrrr má nú fyrr vera ef þær fara ekki að vakna af þyrnirósarsvefninum.

Ég skora hér með á ritstjórnir íslenskra fjölmiðla að birta vikulegt yfirlit yfir lykilatriði tengd efnahagsstöðu Íslands og þróun þeirra. Í slíku yfirlyti ætti til dæmis að koma fram þróun: atvinnustigs/atvinnuleysis, gjaldþrota, gengis, erlendra skulda, útflutningstekna, gjaldeyrisstöðu, efnahagsáætlunar, meðferð nýju bankanna á þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fengið í fangið og margt fleira.

Ég er hræddur um að ef ekkert verður að gert munum við eiga eftir að sjá fyrirsögnina, Ekkert stendur eftir í kvöld. í enn alvarlegra samhengi en í þeirri frétt sem varð kveikjan að þessum skrifum.

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Ekkert stendur eftir í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband