Leynd og lygi.

Leynd, lygi og afneitun er illa til þess fallin að auka traust og samstöðu. Á hvoru tveggja, þ.e. trausti og samstöðu er mikil þörf á, til þess að uppbygging geti hafist af einhverju viti. Það er hægt að taka á sig miklar byrðar ef fólk hefur trú á að ástandið sé tímabundið og aftur birti til eftir óveðrið sem nú gengur yfir.
Því miður virðist hvorki stjórn né stjórnarandstaða skilja þetta, ríkisstjórnin virðist halda öllu leyndu sem hægt er og veikir þar með enn fremur það litla traust sem eftir er til stjórnvalda. Stjórnarandstaðan beitir málþófi til að tefja afgreiðslu mála. hvers vegna? ég get ekki komið auga á neina skynsamlega ástæðu. Þó ég telji að Íslendingar eigi ekki að bera Icesave skuldbindingarnar þá er ég farinn að halda að málsmeðferðin eigi eftir að verða meira eyðileggjandi fyrir land og þjóð en samþykki eða höfnun samningsins.
Oft var þörf en nú er nauðsyn á samstöðu og að taka málefnalega á þeim vandamálum sem liggja fyrir. Skítkast og skotgrafahernaður stjórnmálamanna er þeim öllum til ósóma. Sjáið að ykkur og vinnið saman. Það má vel vera að það sé talsverður munur á hægri og vinstri á Íslandi en hann er ekki það mikill að hann réttlæti að menn vinni ekki saman við þessar aðstæður. Myndi vinstri maður neita að grafa hægri mann úr snjóflóði eða hægri maður neyta að bjarga vinstri manni úr sjávarháska. Ég vona ekki, því miður er ástandið alveg sambærilegt. Ef sandkassaleiknum lýkur ekki er lítil von um bjartari framtíð.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
mbl.is Skuldabyrðin enn meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram ísland

Sigurður Haraldsson, 4.12.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

og hvað viltu að verði gert Kjartan... Annarsvegar að stjórnarandstaðan samþykki þetta ICESAVE eins er verið að fara fram á, með þessum breytingum sem Bretar og Hollendingar vilja, og fyrir okkur Íslendinga þá er það vitað fyrirfram að við munum aldrei geta staðist þessar skuldbindingar.. nú eða þá hin leiðin að stjórnarsamstaðan hlusti nú á þessi rök sem er verið að benda okkur á og staðreyndir sem sína okkur að þessi ólánsskuld er bara ekkert okkar að borga...? Rísi upp og sýni nú þjóð sinni að hún sé að hugsa um hag hennar... Heimurinn hrinur ekki þó að við segjum Nei því miður, það er ekki okkar að borga þennan reikning....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:43

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ég tel hvorki að það sé mögulegt né skynsamlegt að ganga að Icesave samningnum, en hins vegar var Alþingi kjörið af almenningi og það er því Alþingis að ákvarða niðurstöðuna. Að sjálfsögðu eiga þeir sem eru á móti að færa rök fyrir máli sínu og reyna að sannfæra hina, en það ætti að vera hægt án þess að þurfa að fara 40 sinnum í ræðustól og beita málþófi sem kemur í veg fyrir að önnur mál komist til meðferðar.

Kjartan Björgvinsson, 4.12.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband