Fullkominn starfsferill.

Geir gerði engin mistök, það var ekki honum að kenna að bankakerfið hrundi, það var ekki honum að kenna að seðlabankinn varð gjaldþrota. Það var ekki hans hlutverk að koma í veg fyrir að almenningur yrði fyrir skaða. Það var ekki hans hlutverk að tryggja fjárhag ríkisjóðs, það var ekki hans hlutverk að sjá til þess að ríkisstofnanir sinntu eftirlitsskyldu sinni.
Hvert var hans hlutverk?
mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar og forgangsröðun.

Alveg burtséð frá því hvort fólk geti gert ráð fyrir að staðið sé við gerða samninga eða hvort há laun séu siðlaus, þá get ég ekki horft framhjá því að miklum krafti á fjölmiðlum er eytt í að ræða um 400.000 kr. kostnað á mánuði. Á sama tíma hefur enginn fjölmiðill, svo éghafi tekið eftir, (það skal tekið fram að þar sem ég bý erlendis fylgist ég kannski ekki alveg nóg með), komið upp þætti eða greinaflokki sem kerfisbundið fer yfir efnahagsástand Íslands. Sjónvarpið virðist við dagskrárgerð ekki hafa tekið eftir því að hrunið sem varð 2008 drægi dilk á eftir sér í langan tíma. Umfjöllunin fer fram í Kastljósi og Silfri Egils sem oft á tíðum er svo sem ágætur þáttur en gæti haft gagn af breiðari ritstjórn og seint verður hægt að segja að Egill sé gagngrýninn spyrill, hann reyndi það í þættinum með Jóni Ásgeiri og sannaði að það er ekki hans sterka hlið. Kastljós er hvorki fugl né fiskur, alvarlegustu og miklivægustu málefnum samfélagsins er þar blandað við skemmtiþátt. Einn daginn er fjallað um stuðninginn frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum, annan dag um 100 ára mótorhjól eða öllu blandað saman í sama þætti. Sjaldan eða aldrei er litið um öxl og fylgt eftir málum sem fjallað hefur verið um áður. Kannski dagskrárstjóri sjónvarpsins ætti að fjárfesta í gervihnattadisk og skoða þætti eins og 60 minutes, Hard talk og marga aðra erlenda fréttaþætti sem taka sig sjálfa alvarlega.
Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki getað haldið athyglinni við neitt viðfangsefni lengur en tvo til þrjá daga, og helst verður viðfangsefnið að vera það sama fyrir þá alla.
Það er athygli vert að eini staðurinn þar sem hægt er að sjá fréttir í tengslum við forsögu sína er á bloggi Hönnu Láru. Því miður getur hún ekki fjallað um allt og velur að sjálfsögðu viðfangsefni sín eftir eigin áhuga enda er hún ekki fjölmiðill.
Ég held að þeim kröftum sem var og verður varið í að rannsaka og fjalla um þessar margfrægu 400.000 kr á mánuði væri betur varið í til dæmis að kanna og upplýsa hver raunveruleg skuldastaða heimilanna er, hversu margar fjölskyldur eiga á hættu að missa húsnæði sitt á nauðungaruppboði næsta árið og árin. Það er umfjöllun sem getur breytt einhverju. Hvort seðlabankastjóri fær 1.300.000 eða 1.700.000 í laun á mánuði hefur engin veruleg áhrif á stöðu Íslands, það eru hinsvegar mörg önnur mál sem ekki er nægilega fjallað um sem gera það.
Nú verður fjórða valdið að fara að vakna.
mbl.is Már myndi ekki þiggja launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kauphöllin, ha ha ha

Einn af þeim aðilum sem átti að halda uppi eftirliti og aðhaldi á íslenska markaðinum, var einmitt kauphöllin. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur ekki farið mikið fyrir umræðum um þennan eftirlitsaðila. Miðað við t.d. FME og Seðlabankann. Þó virðist algjörlega augljóst að farið hafa fram umtalsverð og verulega vafasöm innherjaviðskipti í bönkunum. Lán til eigin starfsmanna og valdra viðskiptavina til kaupa á hlutafé í eigin banka, er augljós misnotkun á markaðinum til þess að auka markaðsvirði bankans án þess að raunveruleg verðmæti komi í fyrirtækið. Þá hafa viðskipti tengdra aðila með meirihluta hlutabréfa í mörgum fyrirtækjum augljóslega eingöngu verið gerð til þess að auka veðhæfni fyrirtækjanna, einnig án þess að raunveruleg verðmæti hafi komið að einhverju marki í fyrirtækin.
Það er hlutverk kauphallarinnar að tryggja að viðskipti á markaði séu gagnsæ og raunveruleg og koma í veg fyrir misnotkun á markaði. Íslensku kauphöllinni hefur því annað hvort verið stjórnað að vanhæfni eða einhverjir haft óeðlileg áhrif.
Í raun er óeðlilegt að til sé kauphöll á Íslandi, markaðurinn er einfaldlega allt of lítill til að halda slíkri stofnun úti. Eðlilegra væri að íslensk fyrirtæki væru skráð á markað í alvöru kauphöll erlendis.
Sá grunur getur læðst að manni að stofnun kauphallarinnar megi rekja til áhuga ákveðinna aðila til að geta stjórnað markaðnum án of mikilla afskipta sterks eftirlitsaðila. Ég vona þó að það sé ekki rétt
Það er eðlilegt að fram fari rannsókn á hlut kauphallarinnar í hruninu og það helst áður en farið er að skrá fyrirtæki þar á nýjan leik.
mbl.is Hagar í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚÚÚÚÚÚÚ

Hver hefði nú búist víð því, tap af rekstri Landsbanka.
Ef Ásmundur stendur jafn fast á hagsmunum bankans og hann gerði á hagsmunum launþega þegar hann tók þátt í að afnema verðtryggingu á laun en engu öðru, þá erum við aðeins að sjá toppinn af ísjakanum. Hvað er að gerast. Af hverju fær Landsbankinn allt aðra meðferð en hinir bankarnir? Ekki að Ari og Ísland séu til fyrirmyndar en hallllllló. Nú er nóg komið, þetta er bankinn sem er að verða íslenskum skattgreiðendum dýrastur, og er enn í eigu ríkisins, af hverju á þessi banki að halda áfram vafasömum viðskiptum, Vestia my ass. Hvar er gagnsæið, hvar eru borðin sem allt átti að koma upp á og hvar er fólkið sem ætlaði að sjá til þess. Hvar eru lánabækurnar og hverjir eru kröfuhafarnir, já fyrir utan GB og NL. OG hver er staðan, hversu mikið er sennilegt að náist upp í forgangskröfur?
Ætlar ríkisstjórnin að stefna fólki til þjóðaratkvæðagreislu án þess að það fái minnstu hugmynd um hvað það er að kjósa um?
Helvítis fokking fokk.
mbl.is Tap hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ekki með Framagosum og þeim líkum.

Að sjálfsögðu á að undirbúa nýar samningaviðræður. Það vita allir að þær munu fara fram. Jafnvel þó að svo ólíklega færi að meirihluti þjóðarinnar myndi samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það reytir enginn hárið af sköllóttum og því mun alltaf fyrr eða seinna koma að því að semja þarf á nýjan leik um greiðslur sem eru raunhæfar og í samræmi við greiðslugetu íslendinga. Á vinstri vængnum hafa margir haldið því fram að best sé að fresta þessu uppgjöri þangað til að Ísland sé komið í ESB og þá muni allt lagast. Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram að þetta sé allt ósanngjarnt og framagosarnir eru bara á móti. Alveg sama hvað er um rætt. Enginn virðist hafa litið hlutlægt á málin og metið hvað er hægt að borga, því það er því miður engum vafa undirorpið að íslensk stjórnvöld og íslenskir efirlitsaðilar hafa brugðist skyldum sínum og þar með skapað þjóðinni skaðabótaskyldu, þó svo að aðrir aðilar eigi vissulega hlut að máli. Réttlætið hlýtur því að felast í að viðurkenna ábyrgð sína og taka á sig þann hluta baggans sem íslendingar geta staðið undir án þess að kikna, allt annað er engum í hag. Hvorki íslendingum, bretum eða hollendingum. Að fresta uppgjörinu eins og Samfylkingu og VG virðast óska er ragmennska og að fella skuldir okkar á komandi kynslóðir. Það er öllum fyrir bestu að ljúka málinu strax, það verður hvorki auðvelt né einfalt og á eftir að kosta fórnir næstu árin en það er betra en að bynda komandi kynslóðir í skuldabagga.
mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað hægt að segja nei.

Hins vegar segir það margt um manninn og habs fjölskyldu að þau sögðu já. Ef ég væri með hatt, tæki ég ofan fyrir þeim. Ég vona að honum beri gæfa til að láta gott af sér leiða við þessar hörmulegu aðstæður og takist að geyma hjá sér sigrana og láti ekki það sem miður fer á sig fá. Það er öruggt að ástandið væri verra ef hans nyti ekki við.
mbl.is „Ekki hægt að segja nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir íslenskir bankar.

Íslensku bankarnir hafa skipt um nöfn en ekkert bendir til þess að þeir hafi breytt stjórnarháttum svo að sjálfsögðu óttast bretar nýja útrás.
mbl.is Aukinn hryðjuverkaviðbúnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð Sterk viðbrögð

Ein af þeim mörgu greinum sem skrifaðer eru í tengslum við ákvörðun ÓRG er þessi, http://blogs.telegraph.co.uk/finance/jeremywarner/100002864/icelands-disgraceful-decision-to-pay-up-over-stricken-banks/ , hún er vissulega neikvæð í garð íslendinga en ef maður skoðar þær 146 athugasemdir sem voru komnar, þá breytist margt, margar þeirra eru reyndar skrifaðar af íslendingum en þær sem eru skrifaðar af bretum ganga flestar enn lengra til stuðnings Íslandi en hinar og flestir þeirra telja ekki að íslendingar eigi að bera ábyrgð á einkabönkum.

Ekki ofmeta áhuga erlendis.

Að sjálfsögðu er það fréttaefni þegar forseti Íslands stendur upp í hárinu á ríkisstjórninni, Alþingi, Bretladi og Hollandi.
Ég mæli hins vegar með því að fólk fylgist með hversu mikið verður fjallað um atburðinn erlendis næstu daga og vikur. Ég giska á að það verði mjög lítið. Þessa ágiskun byggi ég á fenginni reynslu af umfjöllun um bankahrunið og á því hversu mikið af þeim fréttum sem birtust í dag voru illa unnar og efnislega rangar. Fæstir erlendir fjölmiðlar virtust gera sér grein að um er að ræða ágreining um skilmála endurgreiðslna og ekki endurgreiðslurnar sjálfar.
Á Íslandi er fólk mjög áhyggjufullt yfir áliti útlendinga á Íslandi og íslendingum. Erlendis er næstum öllum alveg sama, öðrum en þeim sem hafa beinna hagsmuna að gæta og svo að sjálfsögðu sjórnmálamönnum sem telja sig geta skarað eld að eigin köku með því að tukta Ísland. Góð kynning á málstað íslendinga gæti fjarlægt þann áhuga stjórnmálamannanna.
mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegan æsing.

Í dag hefur farið mikið fyrir hvernig erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um ákvörðun ÓRG og mörgum brugðið í brún. Svo virðist sem ráðherrar hafi tekið fullan þátt í þessu og auka enn á ótta fólks með glannalegum yfirlýsingum.
Í kvöldfréttum danska ríkissjónvarpsins var hins vegar rætt við konu sem talin er sérfræðingur í málinu. Hún taldi líklegast að niðurstaðan yrði ný samningaumferð þar sem að slakað yrði á þeim kröfum sem eru mest óásættanlegar fyrir íslendinga.
Að sjálfsögðu er það líklegasta niðurstaðan, reyndar að því tilskyldu að þeir sem hafa samningaréttin fyrir Ísland haldi ró sinni og nýti þann möguleika sem nú er kominn fram til að ná betri samningi.
Það er að sjálsögðu skiljanlegt að fólk sem hefur lagt mikið undir og telur sig hafa gert sitt besta verði sárt og jafnvel biturt þegar aðrir vega vinnu þeirra og gefa henni falleinkunn. En þeir einir útskrifast sem kyngja stolti sínu og leggjast aftur yfir verkefnið og skila niðurstöðu sem er yfir fallmörkum.
Að lokum vona ég að fólk hvar í flokki sem þeir standa taki nú höndum saman um að vinna að eins farsælli lausn og möguleg er í þessu leiðindamáli. Einn möguleikinn væri að skipa þverpólítíska nefnd sem allir flokkar ættu aðild að sem færi með umboð Íslands í Icesave málinu. Þá gætu aðrir vonandi snúið sér að öllum þeim verkefnum sem nú hafa beðið allt of lengi.
Með von um betri tíð og lægri vexti

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband