Ekki ofmeta áhuga erlendis.

Að sjálfsögðu er það fréttaefni þegar forseti Íslands stendur upp í hárinu á ríkisstjórninni, Alþingi, Bretladi og Hollandi.
Ég mæli hins vegar með því að fólk fylgist með hversu mikið verður fjallað um atburðinn erlendis næstu daga og vikur. Ég giska á að það verði mjög lítið. Þessa ágiskun byggi ég á fenginni reynslu af umfjöllun um bankahrunið og á því hversu mikið af þeim fréttum sem birtust í dag voru illa unnar og efnislega rangar. Fæstir erlendir fjölmiðlar virtust gera sér grein að um er að ræða ágreining um skilmála endurgreiðslna og ekki endurgreiðslurnar sjálfar.
Á Íslandi er fólk mjög áhyggjufullt yfir áliti útlendinga á Íslandi og íslendingum. Erlendis er næstum öllum alveg sama, öðrum en þeim sem hafa beinna hagsmuna að gæta og svo að sjálfsögðu sjórnmálamönnum sem telja sig geta skarað eld að eigin köku með því að tukta Ísland. Góð kynning á málstað íslendinga gæti fjarlægt þann áhuga stjórnmálamannanna.
mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband