Who do you think you are?

Það var og er mjög heppilegt að það er til einn stjórnmálamaður sem almenningur treystir, Jóhanna Sigurðardóttir, það vekur von um að hægt verði að ná sátt í þjóðfélaginu og hefja uppbyggingu.

Hins vegar er það ótækt að Ingibjörg Sólrún reyni að hengja sig á þann trúnað sem Jóhanna hefur byggt upp.  Ingibjörg Sólrún verður að búa við að hún hefur brotið þann trúnað sem til var niður.  Ingibjörg Sólrún þú ert ekki þjóðin. Dragðu þig í hlé og leyfðu þeim sem ekki hafa brugðist að takast á við verkefnin án afskipta þinna.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því nú ekki að Jóhanna njóti svona mikils trausts hjá þjóðinni í raun.  Ef svo er þá er þjóðin ekki að hugsa skýrt.  Hún var í fyrri ríkisstjórn og stóð ekki sína vakt, það hefur heldur ekkert verið að gerast af viti hjá þessari ríkisstjórn.  Bara blaður um að hjálpa fólkinu í landinu en við sjáum ekkert gerast í þeim málum.   Svo er ráðin nýr seðlabankastjóri á okur launum, hvaða vit er í því?

Steinunn (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 09:35

2 identicon

Jóhanna tók þátt í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ber þannig ábyrgð á aðgerðum hennar.

 Svo má skki glema því að hún á sinn þátt í öllum tekjutengingum hjá Tryggingastofnun sem hafa leitt til skerðinga á bótum.

Það gerðist ítíð vinstristjórnar árið 1988 þá var hún félagsmálaráðherra.

Þegar vinstristjórn hefur verið við völd hefa alltaf lífskjör versnað það er reynslan. 

Arnar

Arnar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband