Hvað er maðurinn að segja?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað um er að ræða?
Hverjir eru þessir aðilar, hvaða óskyldu þætti er um að ræða og hvað er Seðlabanki Íslands að skipta sér af þessu ef það snýr ekki að Íslandi?
Er SÍ kominn í hagsmunagæslu fyrir erlenda aðila?
Hvað er það nú sem embættismannakerfið vill halda leyndu fyrir vinnuveitendum sínum?
Ætlar gjaldþrota Seðlabankinn nú að hafa vit fyrir þegnunum eins og svo oft áður og ákveða fyrir þá hvað þeir hafa gott af að vita og hvaða vitneskja er þeim óholl?
Ef að AGS þarf á prófarkarlesara og álitsgjafa að halda, held ég að sjóðurinn ætti að leyta annað en til SÍ og ef til vill sjá til þess að breytingar vegna slíks prófarkarlesturs séu tilbúnar fyrir útgáfudag. Að vísu virðist fengin reynsla benda til þess að deadlines séu ekki neitt sem AGS tekur sérstaklega alvarlega, alla vega ekki ef hún snýst um eigið starf.
Það væri áhugavert að vita hverjar spurningar blaðamannsins voru og hvort upplýsingar SJS vara þeim.
mbl.is Vildu skoða betur afmarkaðar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar þessi orð eru notuð "vegna framsetningar, áreiðanleika og birtingarhæfis" þá er verið að segja að RITSKOÐA þurfi plaggið. Átti ekki allt að vera svo opið og gegnsætt með nýjum mönnum í Seðlabanka?

Ragnhildur Kolka, 2.11.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Lykilorðið er víst "átti" það er búið að mála gegnsæið svart og harðlæsa opnu dyrunum og bæta við slagbrandi og allt sem átti að vera uppi á borðum er búið að sópa undir gólfteppið. Þeir sem buðu sig fram og voru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, alþingismenn, fara annað hvort fremstir í flokki við skítverkin eða virðist vera alveg sama.

Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að Már hafi ekki verið kominn til landsins þegar  "allt uppá borði" umræðan var í gangi. Það er ekki víst að Jóhanna hafi munað eftir að setja það í starfslýsinguna hans

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Allt upp á borði" fór fyrir borð rétt eins og fréttamannafundirnir sem halda átti vikulega. Man einhver eftir hvenær síðasti "fréttamannafundurinn" var haldinn?

Ragnhildur Kolka, 2.11.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Því miður virðist ekki vera þörf á að skrifa leynimakkið í starfslýsingar, um leið og einhver sest í embættisstólinn er eins og viðkomandi verði fyrir annarlegum áhrifum og loki á allt sem hægt er að loka á. Skýrustu dæmin eru umskiptingurinn sem er fjármálaráðherra og konan sem missti málið við að verða forsætisráðherra.

Ég legg til að fengnir verði erlendir sérfræðingar til að kanna hvort komið hafi verið fyrir hugsunarstjónunarbúnaði í íslenskum ráðuneytum og opinberum stofnunum og að nýjum embættismönnum og ráðherrum verði gert skylt að bera hatt úr álpappír til sporna við þessari þróun.

Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 21:34

6 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Skítt með fréttamannafundi, það er ekki eins og fréttamennirnir séu að standa sig fremur en fyrri daginn. Upplýsingafundir fyrir almenning væri nær lagi. En þá verða hátignir stjórnmálanna og embættiskerfisins að blanda geði við almúgann og gætu við það misst eitthvað af guðdómi sínum.

Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband