Reykjavík=Djúpavík

Sem ungur drengur á ferðalagi með fjöskyldu minni kom ég í Djúpavík þar sem fjöldi af húsum stóðu tóm og heilar verksmiðjur voru yfirgefnar. Mér fannst það soglegt að sjá. Nú sé ég fyrir mér að Reykjavíkursvæðið líði sömu örlög. Ef ekkert verður að gert mun fólk flýja land í stórum stíl og það  verður ekki aðein eitt eða tvö eyðiþorp á Íslandi heldur verða þar einungis eyðiþorp, bæir og borgir. Það verður náttúrulega skemmtilegt fyrir mig sem túrista að þvælast um þessa yfirgefnu staði en það er eki sú framtíð sem ég helst vil sjá fyrir Ísland. Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra reyna að telja okkur trú um að það sé engin önnur lausn en að ganga að afarkostum breta og hollendinga. Sannleikurinn er sá að með þessum samningum er eingöngu verið að fresta vndanum hugsanlega þangað til að núverandi ráðherrar og Alþingi eru komin á (allt of há) eftirlaun og aðrir geta fengið að fást við vandann. Það er algjörlegaq óábyrgt að skuldbynda þjóðina til að greiða kröfur sem hún hefur enga möguleika á að greiða ef allt fer á versta veg. Hingað til hafa talsmenn Icesave samningsins haldið því fram að eignir Landsbankans muni geta greitt megnið af skuldunum. Nú kemur fram að Landsbankinn skuldar fyrir utan Icesave fleiri millljarða til aðila eins og evrópska seðlabankans sem auðvitað (ekki eins og gjaldþrota íslenski seðlabankinn sem nú ætlar að ábyrgjast vonlaus lán landsvirkjunar) hafa séð til þess að hafa örugg veð fyrir sínum lánum, það þýðir að minni egnir og verri verða eftir til að standa undir Icesave.

Það er ekki góður siður að velta vandamálunum á undan sér. Lyktin af gömlum fiski magnast frekar em minnkar og snjóboltinn vex við hverja hringferð. Ég veit að .það er erfitt og óþægilegt en það er mikklu betra að takast á við vandann strax, það verður vont og verra en það í nokkur ár en svo er það líka búið. Allt þetta blaðuir um að Íslandi verði útskufað úr samfélagi þjóðanna er bull. Hversu mörg ríki, t.d. í Suður Ameríku hafa ekki haft fleiri byltingar og þannig kastað af sér oki ofurlána. Það má vel vera að þær þjóðir hafi átt erfitt með að finna viðskiptaþjóðir í nokkur ár þar á eftir en eina þjóðin sem ég þekki til að ekki er velkomin í alþjóða viðsiptum er norður Kórea og hún hefur samt töluverð viðskipti við ýmis ríki sem ekki eru allt of vönd af virðingu sinni.

Tökum skellinn núna. STRAX. Ráðumst á vandann og útrýmum honum, svo getum við byggt upp á ný. U*ppbygging getur ekki hafist undir Demoklesar sverði.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband