Auðvitað hægt að segja nei.

Hins vegar segir það margt um manninn og habs fjölskyldu að þau sögðu já. Ef ég væri með hatt, tæki ég ofan fyrir þeim. Ég vona að honum beri gæfa til að láta gott af sér leiða við þessar hörmulegu aðstæður og takist að geyma hjá sér sigrana og láti ekki það sem miður fer á sig fá. Það er öruggt að ástandið væri verra ef hans nyti ekki við.
mbl.is „Ekki hægt að segja nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðbjörn Sigurðsson er nútíma hetja að mínu mati!

Sigurður B. Gilbertsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:39

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Því er ég algjörlega sammála Sigurður

Kjartan Björgvinsson, 22.1.2010 kl. 23:58

3 identicon

Ég setti þetta á Facebook síðuna mína:

Fálkaorðuna á að veita svona mönnum og einnig þeim sem fóru út fyrstir manna til að hjálpa fólki í hræðilegri neyð... Kannski ég hafi misskilið tilgang orðunnar í gegnum árin eins og margir aðrir, en núna er tíminn til að endurheimta virði hennar!

Sigurður B. Gilbertsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:17

4 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ég veit það nú ekki, amma sagði oft um mann sem henni leyst ekkert á að hann væri óttalegur fálki. Kannski fálkaorðan sé bara sannmæli.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 01:21

5 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

En fólk eins og rústabjörgunarsveitin og Friðbjörn læknir eiga virðingu okkar skilið og hún er mikklu meira virði en nokkur orða.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 01:23

6 identicon

mundu ekki allir segja já ?

Jon jonsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 04:36

7 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Því miður nei, ég hefði sjálfur fyrir örfáum árum sagt nei, hvað kemur mér þetta lið við. Ég vona aö svarið yrði annað í dag væri ég spurður.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 04:42

8 identicon

ok, heimur batnandi fer.

Jon jonsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 04:50

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hann og fjölskylda hans eiga heiður og þakklæti skilið fyrir já-svar. Hins vegar er fálkaorða eitthvað gervi-prjál sem fólk telur sumt hvert upphefð að fá.

Þessi læknir er greinilega kjarkmikill, með stórt hjarta og fórnfús og hjálpsamur. Hann og fjölskylda gera þetta örugglega ekki fyrir orðu-drasl og hefur sjálfsagt ekki áhuga á að upphefja sig með slíku gervi-glingri. Þau eru of góð fyrir gervidrasl. Ekta fólk. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband