4.2.2010 | 20:21
Kauphöllin, ha ha ha
Einn af þeim aðilum sem átti að halda uppi eftirliti og aðhaldi á íslenska markaðinum, var einmitt kauphöllin. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur ekki farið mikið fyrir umræðum um þennan eftirlitsaðila. Miðað við t.d. FME og Seðlabankann. Þó virðist algjörlega augljóst að farið hafa fram umtalsverð og verulega vafasöm innherjaviðskipti í bönkunum. Lán til eigin starfsmanna og valdra viðskiptavina til kaupa á hlutafé í eigin banka, er augljós misnotkun á markaðinum til þess að auka markaðsvirði bankans án þess að raunveruleg verðmæti komi í fyrirtækið. Þá hafa viðskipti tengdra aðila með meirihluta hlutabréfa í mörgum fyrirtækjum augljóslega eingöngu verið gerð til þess að auka veðhæfni fyrirtækjanna, einnig án þess að raunveruleg verðmæti hafi komið að einhverju marki í fyrirtækin.
Það er hlutverk kauphallarinnar að tryggja að viðskipti á markaði séu gagnsæ og raunveruleg og koma í veg fyrir misnotkun á markaði. Íslensku kauphöllinni hefur því annað hvort verið stjórnað að vanhæfni eða einhverjir haft óeðlileg áhrif.
Í raun er óeðlilegt að til sé kauphöll á Íslandi, markaðurinn er einfaldlega allt of lítill til að halda slíkri stofnun úti. Eðlilegra væri að íslensk fyrirtæki væru skráð á markað í alvöru kauphöll erlendis.
Sá grunur getur læðst að manni að stofnun kauphallarinnar megi rekja til áhuga ákveðinna aðila til að geta stjórnað markaðnum án of mikilla afskipta sterks eftirlitsaðila. Ég vona þó að það sé ekki rétt
Það er eðlilegt að fram fari rannsókn á hlut kauphallarinnar í hruninu og það helst áður en farið er að skrá fyrirtæki þar á nýjan leik.
Það er hlutverk kauphallarinnar að tryggja að viðskipti á markaði séu gagnsæ og raunveruleg og koma í veg fyrir misnotkun á markaði. Íslensku kauphöllinni hefur því annað hvort verið stjórnað að vanhæfni eða einhverjir haft óeðlileg áhrif.
Í raun er óeðlilegt að til sé kauphöll á Íslandi, markaðurinn er einfaldlega allt of lítill til að halda slíkri stofnun úti. Eðlilegra væri að íslensk fyrirtæki væru skráð á markað í alvöru kauphöll erlendis.
Sá grunur getur læðst að manni að stofnun kauphallarinnar megi rekja til áhuga ákveðinna aðila til að geta stjórnað markaðnum án of mikilla afskipta sterks eftirlitsaðila. Ég vona þó að það sé ekki rétt
Það er eðlilegt að fram fari rannsókn á hlut kauphallarinnar í hruninu og það helst áður en farið er að skrá fyrirtæki þar á nýjan leik.
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki hvaða eftirlitshlutverk kauphallarinnar þú ert að tala um. Kauphöllin er einkarekið félag í skjóli opinbers leyfis. Það er FME sem fer með opinbert eftirlit hennar.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:58
Tek hjartanlega undir með Jóni Gunnari. Kauphöllin hefur þó reglur og hefur eflaust fylgst með að þeim væri fylgt eftir, enda hef ég reglulega séð kauphöllinga ávíta hina og þessa fyrir brot gegn reglum kauphallarinnar.
Blahh (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:57
Já svo er væntanlega rétt að taka það fram að kauphöllin í dag er í eigu Bandarísks kauphallarrisa sem lætur ekki hrossakaup á litla Íslandi hafa áhrif á stefnu sína.
Blahh (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:58
Matvara og aðra lífsnauðsynjar skila náttúrulega hárri raunávöxtunarkröfu þegar verð innflutnings vara á nýja viðskiptajöfnunargengi Alþjóðsamfélagsins er orðið fast. Fákeppni gæti aukið hana en meira.
Júlíus Björnsson, 5.2.2010 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.