Fjölmiðlar og forgangsröðun.

Alveg burtséð frá því hvort fólk geti gert ráð fyrir að staðið sé við gerða samninga eða hvort há laun séu siðlaus, þá get ég ekki horft framhjá því að miklum krafti á fjölmiðlum er eytt í að ræða um 400.000 kr. kostnað á mánuði. Á sama tíma hefur enginn fjölmiðill, svo éghafi tekið eftir, (það skal tekið fram að þar sem ég bý erlendis fylgist ég kannski ekki alveg nóg með), komið upp þætti eða greinaflokki sem kerfisbundið fer yfir efnahagsástand Íslands. Sjónvarpið virðist við dagskrárgerð ekki hafa tekið eftir því að hrunið sem varð 2008 drægi dilk á eftir sér í langan tíma. Umfjöllunin fer fram í Kastljósi og Silfri Egils sem oft á tíðum er svo sem ágætur þáttur en gæti haft gagn af breiðari ritstjórn og seint verður hægt að segja að Egill sé gagngrýninn spyrill, hann reyndi það í þættinum með Jóni Ásgeiri og sannaði að það er ekki hans sterka hlið. Kastljós er hvorki fugl né fiskur, alvarlegustu og miklivægustu málefnum samfélagsins er þar blandað við skemmtiþátt. Einn daginn er fjallað um stuðninginn frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum, annan dag um 100 ára mótorhjól eða öllu blandað saman í sama þætti. Sjaldan eða aldrei er litið um öxl og fylgt eftir málum sem fjallað hefur verið um áður. Kannski dagskrárstjóri sjónvarpsins ætti að fjárfesta í gervihnattadisk og skoða þætti eins og 60 minutes, Hard talk og marga aðra erlenda fréttaþætti sem taka sig sjálfa alvarlega.
Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki getað haldið athyglinni við neitt viðfangsefni lengur en tvo til þrjá daga, og helst verður viðfangsefnið að vera það sama fyrir þá alla.
Það er athygli vert að eini staðurinn þar sem hægt er að sjá fréttir í tengslum við forsögu sína er á bloggi Hönnu Láru. Því miður getur hún ekki fjallað um allt og velur að sjálfsögðu viðfangsefni sín eftir eigin áhuga enda er hún ekki fjölmiðill.
Ég held að þeim kröftum sem var og verður varið í að rannsaka og fjalla um þessar margfrægu 400.000 kr á mánuði væri betur varið í til dæmis að kanna og upplýsa hver raunveruleg skuldastaða heimilanna er, hversu margar fjölskyldur eiga á hættu að missa húsnæði sitt á nauðungaruppboði næsta árið og árin. Það er umfjöllun sem getur breytt einhverju. Hvort seðlabankastjóri fær 1.300.000 eða 1.700.000 í laun á mánuði hefur engin veruleg áhrif á stöðu Íslands, það eru hinsvegar mörg önnur mál sem ekki er nægilega fjallað um sem gera það.
Nú verður fjórða valdið að fara að vakna.
mbl.is Már myndi ekki þiggja launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband