*Hætið þið nú

 

Ég skil vel að sjálfstæðisflokkurinn sé fúll út af að hafa misst stjórnvaldið en NÓG ER

NÓG. Ísland hefur ekki efni á flokkdráttum eins og sakir standa. Nú er þörf á að allir standi saman.

 Oft var þörf en  nú er nauðsyn. Hættið að haga ykkur eins og börn sem er synjað um sælgæti við búðarkassann og brettið  upp ermarnar. Þjóðin þarf á öllum að halda og þið sem sitjið á Alþingi hafið boðið ykkur fram til að sinna þjóðinni og ekki einstökum hagsmunasamtökum eða flokkum.  Það er sama hvaðan gott kemur ef ykkur finnst frumvarp gott, þá er alveg sama hvort það er nýtt, gamalt eða stolið.

Reynið þið nú að muna hvers vegna þið buðuð ykkur fram og hverjum þið eigið að þjóna.

 

 Virðingarfyllst

Kjartan Björgvinsson 

 

 

 


mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Halelúja!!

Sigurður Árnason, 8.2.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband