Wake up and smell the shit.

Tunglið er úr osti, Ísland vann heimsmeistarakeppnina í fótbolta, hagnaður banka og annarra fyrirtækja á Íslandi hefur adrey verið hærri en 2008.

 Allt staðhæfingar sem eru að minnsta kosti jafn skynsamlegar og gengisvísitala 160-170.

Er ekki að verða nóg komið af veruleika fyrringu, afneitun, lýðskrumi og leit að töfralausnum.

Vandinn verður ekki leystur fyrr en hann er viðurkenndur og ráðist á hann af alvöru, já það verður sársaukafullt og erfitt en að minnsta kosti verður þá hægt að setja markmið og ná þeim og einhverntíma fer aftur að halla undan fæti.

Að halda að íslenskt hagkerfi við þessar aðstæður geti falsað gengið og komist upp með það er eins og að pissa í brækurnar til að halda á sér hita, það verður einungis til að auka eymdina síðar.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan á gjaldeyririnn að koma til að stýra þessu gengismarkmiði. Ég skil ekki svona, og er sennilega ekki einn um það.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Það er ekki nema von að þú skijir þetta ekki, aðgerðin er svipuð og að halda fylleríinu áfram til að fá ekki timburmenn, þeir verða ekki minni eftir að alllt áfengið er uppurið.

Með vvon um vaxtalækkun og raunsæi

Kjartan Björgvinsson, 27.5.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband