Hvílíkt FÍFL

Það má vel vera að Davíð Oddson hafi sagt eitt og annað við hina og þessa en af ávöxtunum skulið þið þekkja þá. Þetta er maðurinn sem afræði hvernig einkavæðing ríkisbankanna fór fram. Þetta er líka maðurinn sem afnam bindiskyldu bankanna og gerði þeim þar með kleyft að safna þeim skuldum sem nú eru að sliga íslensku þjóðina. Þetta er maðurinn sem lánaði bönkunum almannafé gegn handónýtum lánum og þétta er maðurinn sem gerði seðlabnaka Íslands gjaldþrota og neitaði svo að víkja sem seðlabankastjóri.

HVernig gat ladsfaðirinn Davíð Oddson látið sér nægja að skamma tvo bankastjóra og svo gefa út stöðugleikaskýrslu sem tryggði banka fyrrnefndra bankastjóra möguleikana á að safna risa skuldum í Englandi og Hollandi. Hvar var hollusta hans við íslenskan almenning. Ég veit ekki hvort það er hegningarvert, en Það ætti allaveg að vera það að hafa vitað allt um hversu illa stefndi og gera ekkert í því og að auki láta undir höfuð leggjast að segja almenningi frá þessari vitneskju. 

Ég er  hlynntur frjálshyggju í hófi og treysti einkaaðilum betur til að reka flest en fólki sem bara er áskrifandi að laununum sínum hjá ríki eða sveitarfélögum.

Guðadýrkun sú sem hefur verið á Íslandi á DO og reyndar fleirum á hins vegar ekkert skilt við hugmyndafræði heldur verður að leyta álits sálfræðinga eða geðlækna á því hversvegna jafnvel bráðgáfað fólk á Íslandi velur að trúa á flokkinn sinn og leiðtoga hans fremur en staðreyndum. Að mörgu leyti má líkja þessari ofsatrú á flolkkana við trúarbrögð eins og Votta Jehóva eða jafnvel Jim Jones sem leiddi söfnuð sinn í fjölda sjálfsmorð

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er 100% sammála þér, ég skil ekkert í að Íslensur almeningur virðist vera svo nautheimskir að

trúa þessum manni sem lýgur og breytir staðreyndum eftir hag.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 05:55

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vá maður, þetta er magnað - Ég var rétt í þessu í fyrsta skipti á ævinni að líkja einhverjum hópi fólks (sjálfstæðismönnum) við Jim Jones (og notaði reyndar David Koresh sem annað dæmi). Það er kannski ekki svo skrýtið - Liggur gersamlega í augum uppi.

Annars hefurðu nákvæmlega rétt fyrir þér í þessu.

Það þarf að stappa fólki saman núna, sameina og ekki sundra - orð DO hjálpa ekki til við það frekar en venjulega, en fólk þyrfti að reyna að líta í gegnum fingur sér með það og nýta það sem nýta má af því sem hann er að jarma. Þegar öllu er á botninn hvolft er hann valdalaus og verður það vonandi að eilífu. Hinsvegar er hann, eins og þú bendir á, búinn að gera flest þau mistök sem gerð hafa verið í stjórnmálum undanfarna 2 áratugi  og hefur alveg einstæða innanbúðarsýn á raunverulega atburði. Það þarf að skilja lygarnar frá sannleikanum í því sem hann lætur frá sér fara og búa til rétta og sanna mynd af ástandinu.

Þakka færsluna - Minni á að eyða ekki of miklu púðri í að velta sér upp úr flokkspólitíkinni. Eins og fólki ætti að vera ljóst er flokkspólitíkin ein eitraðasta rót vandans. Hún mun jafnvel gera það það vonlaust verkefni að sigrast á þessu því það hampar fólkinu sem verst er til þess fallið að taka gáfulegar stjórnvaldsákvarðanir. Þá á ég við alla flokkana. Líka fíflin í Borgarahreyfingunni sem er eru holdgervingar þess sem er að - Þjóðin kýs fífl, haldandi að þetta sé hæft fólk og snillingar. Gef ekki túkall fyrir eitt einasta þeirra sem stjórnenda.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.7.2009 kl. 06:19

3 identicon

Getur sjálfur verið fífl!

Freyr (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 07:33

4 identicon

... já og á meðan þú leggur traust þitt á núverandi stjórn skaltu bíða leeeengi eftir betri tíð, hvað þá lægri vöxtum!

Freyr (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 07:34

5 identicon

DO minnir mig mest á BAGDAD BOB sem laug að alt væri ókei þegar US Army var að umkrinja Bagdad.  

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 07:48

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Rúnar úrskýrðu nú betur hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að  Borgarahreyfingin sé holdgerving þess sem er að. Þú ert nú svo mikil mannvitsbrekka að þér ætti ekki að vera erfitt að gera það. Annars þá held ég ekki að fólk kjósi annað fólk inn á þing því það eigi að vera snillingar. En margur heldur mig sig og ert þú þar í engu undanskilinn.

Borgarahreyfingin hefur í ræðu og riti kallað eftir því að flokkarnir komi sér úr skotgröfunum. Við höfum skorað á alla stjórnarandstöðuna að koma með sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki gera atlögu að stjórninni þó Icesave samningurinn verði felldur - bæði XO og XB eru til í að gera þetta en hnífurinn stendur fastur í sjálfstæðiskúnni - því miður virðist það þeim vera mikilvægara að fella stjórnina en samninginn.

Birgitta Jónsdóttir, 5.7.2009 kl. 07:56

7 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Birgitta mín, þessi stjórn er handónýt, gerir ekkert og ég býð eftir að þið nýliðarnir komið með einhverjar nothæfar hugmyndir fyrir þessa aula. Málið er að XB kom með hugmyndir til að koma lífinu af stað hjá mörgum fjöskyldum og fyrirtækjum en af því að það kom frá þeim að þá mátti ekki heyra á það minnst. Atvinnulífið er að deyja og stjórnmálamenn sjá það ekki. Fjölskyldur splundrast og tapa aleigunni en engin gerir neitt í því. Til Hvers er alþingi ???

Baldur Már Róbertsson, 5.7.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Freyr, hvaðan hefur þú það að ég leggi traust mitt á núverandi ríkisstjórn, ef þú hefðir lesið önnur blogg frá mér sæir þú að traust mitt á fólki sem ekki þorir að segja atvinnuveitendum sínum frá ástæðum þess að gera nauðasamninga við erlend rík ekki upp á marga fiska. Það er löngu kominn tími til að leggja þessa flokkatrú á hilluna. Dæmdu eftir afrakstri og niðurstöðum, ekki af blindri flokkstrú, sama á hvað flokk hún er.

Kjartan Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 17:05

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

í mörgu var samhljómur í okkar tillögum og xb og synd að þær tillögur séu ekki til skoðunar - ég held nefnilega eins og ég hef áður sagt að ef allir sem inni á þingi leggi hendur á árar að við gætum fleytt okkur upp úr þessum hörmungum - það virðist bara vera svo að fólk er alveg fast inni í flokkakerfinu og erfitt við það að eiga - þrýstingurinn þarf að koma utanfrá - frá kjósendum - þeir verða að ýta á sitt fólk að hugsa handan flokksins í þágu þjóðarinnar - ef einhverju hefur verið þörf þá er það núna á samvinnu inni á þingi... og ég spyr rétt eins og þú Baldur Már til hver er alþingi? Því er erfitt að svara þessa dagana... flokkræðið er algert og ég held að þessir flokkar sem þarna inni eru - geti hreinlega ekki tekið á þessum vanda samkvæmt gömlu aðferðunum...

Birgitta Jónsdóttir, 5.7.2009 kl. 19:09

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæl Birgitta. Mannvitsbrekka já? Ég útskýrði fyrir þér fyrir löngu hversvegna það væri alveg kolvitlaust að útvatna byltinguna með því að taka broddinn úr henni með því að láta örfáa einstaklinga dandalast inni á þingi án áhrifa og vera með eitthvað popúlistahjal. Sem þú ert alveg framúrskarandi í mætti ég bæta við.

Á sínum tíma óskaði ég hreyfingunni hins besta úr því að hún var ákveðin í að fara á ról. Það var ekki eins og hinir valkostirnir væru neitt glæsilegir. Ekki er því að neita að popúlistahjal er vel til þess fallið að auka vinsældir og það virkar ágætlega hjá ykkur núna. Hinsvegar þarf að standast skoðun og það hefur aldrei verið þín sterka hlið.

Ef þið munið fyrir eitthvert ótrúlegt kraftaverk verða til þess að breyta kerfinu skal ég með mestu gleði éta ofan í mig hvert einasta neikvæða orð. En fyrst þurfa himnarnir að opnast.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.7.2009 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband