30.11.2009 | 20:55
Lítilsvirðing við þjóðina og æðstu stofnun hennar.
Þjóðin kaus sína fulltrúa á Alþingi. Alþingi á að setja þau lög sem framkvæmdavaldinu ber að fylgja. Alþingismenn eiga að fylgja sannfæringu sinni.
Hvernig er þetta mögulegt þegar embættismenn eins og fjármálaráðherra ákveður að halda upplýsingum leyndum í stærstu málum. Að upplýsa formenn flokkanna er engin lausn, þar sem það tryggir ekki að upplýsingarnar berist til allra þingmanna. Þarf virkilega að minna hæstvirtan fjármálaráðherra á að á Íslandi á að heita að sé lýðræði og ekki flokksræði?
Að ekki sé minnst á þá lítilsvirðingu sem þjóðinni er sýnd með þessu háttalagi. Eftir að hafa tekið á sig þær byrðar sem fylgja gengisfalli, brjálaðri vísitölu, okurvöxtum og í mörgum tilfellum launalækkunum, þá á enn að herða þumalskrúfurnar og ekki einu sinni að upplýsa hvers vegna.
Steingrímur ertu búinn að missa alla réttlætiskennd og öll tengsl við þjóðina. Þessi valdarembingur og leynd fer þér ákaflega illa.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Hvernig er þetta mögulegt þegar embættismenn eins og fjármálaráðherra ákveður að halda upplýsingum leyndum í stærstu málum. Að upplýsa formenn flokkanna er engin lausn, þar sem það tryggir ekki að upplýsingarnar berist til allra þingmanna. Þarf virkilega að minna hæstvirtan fjármálaráðherra á að á Íslandi á að heita að sé lýðræði og ekki flokksræði?
Að ekki sé minnst á þá lítilsvirðingu sem þjóðinni er sýnd með þessu háttalagi. Eftir að hafa tekið á sig þær byrðar sem fylgja gengisfalli, brjálaðri vísitölu, okurvöxtum og í mörgum tilfellum launalækkunum, þá á enn að herða þumalskrúfurnar og ekki einu sinni að upplýsa hvers vegna.
Steingrímur ertu búinn að missa alla réttlætiskennd og öll tengsl við þjóðina. Þessi valdarembingur og leynd fer þér ákaflega illa.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.