5.1.2010 | 20:36
Rólegan æsing.
Í dag hefur farið mikið fyrir hvernig erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um ákvörðun ÓRG og mörgum brugðið í brún. Svo virðist sem ráðherrar hafi tekið fullan þátt í þessu og auka enn á ótta fólks með glannalegum yfirlýsingum.
Í kvöldfréttum danska ríkissjónvarpsins var hins vegar rætt við konu sem talin er sérfræðingur í málinu. Hún taldi líklegast að niðurstaðan yrði ný samningaumferð þar sem að slakað yrði á þeim kröfum sem eru mest óásættanlegar fyrir íslendinga.
Að sjálfsögðu er það líklegasta niðurstaðan, reyndar að því tilskyldu að þeir sem hafa samningaréttin fyrir Ísland haldi ró sinni og nýti þann möguleika sem nú er kominn fram til að ná betri samningi.
Það er að sjálsögðu skiljanlegt að fólk sem hefur lagt mikið undir og telur sig hafa gert sitt besta verði sárt og jafnvel biturt þegar aðrir vega vinnu þeirra og gefa henni falleinkunn. En þeir einir útskrifast sem kyngja stolti sínu og leggjast aftur yfir verkefnið og skila niðurstöðu sem er yfir fallmörkum.
Að lokum vona ég að fólk hvar í flokki sem þeir standa taki nú höndum saman um að vinna að eins farsælli lausn og möguleg er í þessu leiðindamáli. Einn möguleikinn væri að skipa þverpólítíska nefnd sem allir flokkar ættu aðild að sem færi með umboð Íslands í Icesave málinu. Þá gætu aðrir vonandi snúið sér að öllum þeim verkefnum sem nú hafa beðið allt of lengi.
Með von um betri tíð og lægri vexti
Í kvöldfréttum danska ríkissjónvarpsins var hins vegar rætt við konu sem talin er sérfræðingur í málinu. Hún taldi líklegast að niðurstaðan yrði ný samningaumferð þar sem að slakað yrði á þeim kröfum sem eru mest óásættanlegar fyrir íslendinga.
Að sjálfsögðu er það líklegasta niðurstaðan, reyndar að því tilskyldu að þeir sem hafa samningaréttin fyrir Ísland haldi ró sinni og nýti þann möguleika sem nú er kominn fram til að ná betri samningi.
Það er að sjálsögðu skiljanlegt að fólk sem hefur lagt mikið undir og telur sig hafa gert sitt besta verði sárt og jafnvel biturt þegar aðrir vega vinnu þeirra og gefa henni falleinkunn. En þeir einir útskrifast sem kyngja stolti sínu og leggjast aftur yfir verkefnið og skila niðurstöðu sem er yfir fallmörkum.
Að lokum vona ég að fólk hvar í flokki sem þeir standa taki nú höndum saman um að vinna að eins farsælli lausn og möguleg er í þessu leiðindamáli. Einn möguleikinn væri að skipa þverpólítíska nefnd sem allir flokkar ættu aðild að sem færi með umboð Íslands í Icesave málinu. Þá gætu aðrir vonandi snúið sér að öllum þeim verkefnum sem nú hafa beðið allt of lengi.
Með von um betri tíð og lægri vexti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.