Gefið þeim blóm.

Það er kominn tími til að hætta öllum erjum og taka höndum saman og leysa þann mikla vanda sem íslenska þjóðin er í.

Hefnarþorsti, niðurníðing á einstaklingum, fyrirtækjum og stjórnvöldum á ekki eftir að hjálpa íslendingum upp úr þeim ömurlegu aðstæðum sem nú ríkja.  Þess í stað er þörf á að allir leggist á árarnar, togi í reipið, snúi bökum saman og be3ini orku sinni að uppbyggingu.

Það sem gerðist, gerðist, því verður ekki breytt. Við getum valið að þrástaglast á orsökum og ábyrgð og hver var verri en hinn til eilíðarnóns, það mun ekki bæta ástandið.  Látið nú þá sem hafa haft dug og þor til þess að takast á við það vandasama verkefni, vonandi undir smásjá fjölmiðlafólks, sem vonandi er vaknað af dáleiðslu liðinna ára um að leggja fram niðurstöður sínar og nýtum krafta allra hinna til að takast á við það mikla verkefni að endurreisa Ísland.

Horfumst í augu við raunveruleikann og höfum þor til að byggja upp á ný, í þetta sinn fyrirtæki sem byggja á raunverulegum verðmætum. Ísland hefur á að skipa best menntaða vinnuafli í heimi, nýtum það.  Breytum nýsköpunarsjóði atvinnulífsinsi úr klíku sem þarf að koma flokmkssystkinum í stöður í raunverulegt nýsköpunarafl, breytum Nýsköpunarmiðstöö Ísnands, skammstafað NMI, (lesið það á ensku), úr stofnun sem fyrst og fremst sinnir eigin markmiðum í stofnun sem ber framtíð nýsköpunarfyrirtækjanna fyrir brjósti. 

Viðurkennum að sennilega munu u.þ.b. 80% af nýsköpunar fyrirtækjunum ekki takast að komast til vits og ára, en þau 20% sem tekst það munu meira en bæta fyrir það. 

Sýnum þor, stefnum fram á veginn, það vinnur enginn ef þeir eru undir 2-0 í hálfleik og pakka í vörn.

Þrátt fyrir heimskreppu eru sóknarfærin mörg.  Ísland hefur bestu hugsanlega ímynd hvað varðar orkumál og náttúru, málefni sem njóta síaukinnar athygli um  allan heim.

Hættum því að hugsa um hverjir eru þrjótarnir, gerum eins og Hörður Torfa orti, gefið þeim blóm, já gefið þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Þeir eru ekki þess virði að eyða allri okkar orku í þá.

Stefnum fram á við.

Kjartan Björgvinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afskaplega vel mælt, tek undir hvert orð!

Solveig (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband