Hvaðan koma peningarnir?

Hæstvirtur BB

Getur þú sagt mér hvaðan peningarnir sem á að nota til að endurgreiða "styrkina" koma, varla eru það sömu peningarnir sem var aflað til að greiða skuldir flokksins og ekki getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi markaði ætlist til að bankar landsis láni honum peninga út á óseljanlegar fasteignir?

 


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Eigendur Flokksins Eina hafa nóga aura í vösunum til að borga þetta lítilræði - þurfa ekki einu sinni að krukka í verðtryggða reikninga!  Hitt er annað mál hvort heiðurinn fæst keyptur úr því sem komið er!

 Líkt FLokks-bubbunum að trúa því að Heiður sé verslunarvara.

Hlédís, 13.4.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hlédís, ef flokkurinn fengist keyptur þá hefði þetta uppnám ekki orðið innan flokksins við þessar fréttir. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur flokkur vegna öflugra einstaklinga innan hans sem nú gera vorhreingerningu þessa dagana eins og endurreisnarnefndarskýrslan sýnir glöggt. Innri endurskoðun í flokknum mun vafalaust fara með vasaljós í öll horn sem og Rannsóknarnefnd þingsins. Flokksmenn eru um 40 þúsund manns og þessir peningar munu að sjálfsögðu koma frá þeim- lítilræði á hvern og einn sem vill bjarga heiðri flokksins síns.

Sjálsftæðisflokkurinn stendur ekki fyrir spillingu og mun ekki sætta sig við hana í eigin ranni. Kjörorð flokksins stendur fyrir innviðum hans, eftir þeim er farið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.4.2009 kl. 08:22

3 Smámynd: Hlédís

Segðu mér að sunnan, Adda!  Eða réttara sagt - vertu ekki að hafa fyrir því að ota að mér hátíðarútgáfunni af sögu Flokksins Eina

Hlédís, 13.4.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband