Ég ætla að láta þér blæða út en ekki segja þér af hverju.

HJÁLP, getur einhver útskýrt fyrir mér vaxtastefnu Seðlabankans?

Það hlýtur að vera eitthvað sem mér hefur yfirsést. Gjaldeyrishöft og sú staðreynd að SÍ er eini staðurinn þar sem íslenska krónan er skráð ætti að mín viti að vera nægjanlegt til að ákvarða það falska gengi sem Seðlabankinn ákvarðar hverju sinni.  Til hvers er þá verið að pynda íslensk fyrirtæki og heimili með okurvöxtum?

Ég vona að einhver geti gefið skynsamlega skýringu, ekki hefur SÍ gert það, ef að markmiðið er að velta eins miklum byrðum eins hratt og mögulegt er yfir á almenning þá verð ég að fara að taka það sem ég hef hingað til talið samsæriskenningar um IMF alvarlega.

Með von um betri tíð og miklu lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband