3.7.2009 | 20:47
who do YOU think you are?
Á sama tíma og þessi frétt birtist, kemur fram á Vísi að hluti af gögnunum um Icesave eru einungis birt þingm0nnum og konum eftir að þau hafa skrifað undir þagnarskyldu. Þjóðin á ekki að fá að vita allt, nei þessir frábæru stjórnmálamenn sem að mestu, en þó ekki að öllu leyti, eru þeir sömu og flutu sofandi að feygðarósi síðustu ár. Þetta fólk telur sig enn geta haft vit fyrir þjóðinni, þrátt fyrir að þetta fólk með aðgerðum sínum, (sjálfstæðis-, framsóknarflokkur og samfylking) eða aðgerðarleysi og sofandahætti, (allir aðrir flokkar nema borgarahreyfingin) hafi leitt íslensku þjóðina í stöðu sem engin fordæmi eru fyrir í sögu þróaðra þjóða.
Er ekki kominn tími til að þessir fulltrúar almennings íhugi hverra fulltrúar þeir eru og hverra hagsmuna þeir ættu að gæta. Hvaða rök geta verið fyrir því að leyna eigendum fyrirtækisins Íslands staðreyndum um samkomulag sem á eftir að hafa áhrif á rekstur þess um ókomna framtíð.
Munið nú eftir loforðunum um gagnsæi og allt upp á borðið. Ef að ástæðurnar fyrir ákvörðunum ykkar þola ekki dagsins ljós, þá er í meira lagi ósennilegt að þjóðin muni sætta sig við niðurstöðuna.
Hvað eruð þið svona hrædd við?????
Auðsjáanlega ekki þá sem kusu ykkur, reiði þeirra virðist hægt að leiða hjá sér. Skammist ykkar, já SKAMMIST YKKAR.
Ég skora á fulltrúa Borgarahreyfingarinnar að ´rjúfa þann falska trúnað sem hugleysingjar ríkisstjórnarinnar krefjast og upplýsa þjóðina um raunverulegar ástæður þess að íslenska þjóðin verði hneppt í þrældóm um ókomna framtíð.
Steingrímur, Jóhanna og fylgilið, þið eruð ekki hótinu betri en Geir Gunga og hans föruneyti.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Kjartan Björgvinsson
Ekki öll gögn komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viltu senda þessa grein í blöðin please! Allri þjóðinni líður svona..... en lesa ráðherrarnir bloggin okkar???? Held ekki....
Einmitt! Hvað eru þau svona hrædd við?????
anna (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 22:19
Þetta er eins og talað úr mínu hjarta.
http://styttingur.blog.is/blog/styttingur/entry/834745/´
Styttingur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.