Margt skrýtið í kýrhausnum

Það hlýtur að teljast meira en lítið skrýtið að Seðlabankinn óski eftir að birtingu á svo mikilvægri skýrslu verði frestað, enn skrýtnara er að hann upplýsi ekki skýrt hverjar ástæðurnar eru. Það er líka skrýtið og kannski jákvætt að AGS fari eftir tilmælum SÍ. Stór skrýtið er að fjármálaráðherra virðist ekki vita hvað er á seiði. Skrýtnast af öllu er þó að Mbl sem áður þótti einn sterkasti fjölmiðill Íslands lætur sér nægja að vísa í fréttastofu Stöðvar 2 og virðist ekki hafa ómakað sig við að afla eigin upplýsinga um málið.
Því miður virðist allt vera við sama heygarðshornið og fyrir hrun. Seðlabankinn hefur upplýsingar en af einhverjum annarlegum ástæðum verður að halda þeim frá þeim þegnum sem hann á að þjóna, stjórnmálamennirnir vita ekki hvað er að gerast og fjölmiðlarnir bregðast hlutverki sínu.
Helvítis fucking fokk.
mbl.is Skýrslu frestað að ósk Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Fréttastjóri MBL hefur mikla trú á gamla vinnustaðnum sínum... Veit sjálfsagt full vel hvað er í gangi en má ekki, vill ekki, jafnvel þorir ekki að segja frá.

Teitur Haraldsson, 2.11.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Hann ætti kannski að breyta aðeins til, nú þegar hann er kominn í fjölmiðlarekstur, það virkar ekki alveg að vita allt en segja ekki frá neinu eins og í fyrra starfi. Kannski mætti fá hann í Kastljós, þar gat hann alla vega opnað munninn.

Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Held bara að sögukennsla og reynsla sé mikið ofmetin.

Fólk er bara ekki að læra af sögunni eða því sem það hefur gert rangt áður, allavega virðast stjórnmálamenn og aðrir leiðtogar alltaf vera að gera sama klúðrið aftur og aftur. 

Teitur Haraldsson, 2.11.2009 kl. 19:46

4 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Að gera mistök er mannlegt, að gera sömu mistökin oft er heimska.

Kjartan Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband