12.9.2010 | 12:23
Fullkominn starfsferill.
Hvert var hans hlutverk?
Röng niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2010 | 21:14
Fjölmiðlar og forgangsröðun.
Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki getað haldið athyglinni við neitt viðfangsefni lengur en tvo til þrjá daga, og helst verður viðfangsefnið að vera það sama fyrir þá alla.
Það er athygli vert að eini staðurinn þar sem hægt er að sjá fréttir í tengslum við forsögu sína er á bloggi Hönnu Láru. Því miður getur hún ekki fjallað um allt og velur að sjálfsögðu viðfangsefni sín eftir eigin áhuga enda er hún ekki fjölmiðill.
Ég held að þeim kröftum sem var og verður varið í að rannsaka og fjalla um þessar margfrægu 400.000 kr á mánuði væri betur varið í til dæmis að kanna og upplýsa hver raunveruleg skuldastaða heimilanna er, hversu margar fjölskyldur eiga á hættu að missa húsnæði sitt á nauðungaruppboði næsta árið og árin. Það er umfjöllun sem getur breytt einhverju. Hvort seðlabankastjóri fær 1.300.000 eða 1.700.000 í laun á mánuði hefur engin veruleg áhrif á stöðu Íslands, það eru hinsvegar mörg önnur mál sem ekki er nægilega fjallað um sem gera það.
Nú verður fjórða valdið að fara að vakna.
Már myndi ekki þiggja launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 20:21
Kauphöllin, ha ha ha
Það er hlutverk kauphallarinnar að tryggja að viðskipti á markaði séu gagnsæ og raunveruleg og koma í veg fyrir misnotkun á markaði. Íslensku kauphöllinni hefur því annað hvort verið stjórnað að vanhæfni eða einhverjir haft óeðlileg áhrif.
Í raun er óeðlilegt að til sé kauphöll á Íslandi, markaðurinn er einfaldlega allt of lítill til að halda slíkri stofnun úti. Eðlilegra væri að íslensk fyrirtæki væru skráð á markað í alvöru kauphöll erlendis.
Sá grunur getur læðst að manni að stofnun kauphallarinnar megi rekja til áhuga ákveðinna aðila til að geta stjórnað markaðnum án of mikilla afskipta sterks eftirlitsaðila. Ég vona þó að það sé ekki rétt
Það er eðlilegt að fram fari rannsókn á hlut kauphallarinnar í hruninu og það helst áður en farið er að skrá fyrirtæki þar á nýjan leik.
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2010 | 01:15
NÚÚÚÚÚÚÚ
Ef Ásmundur stendur jafn fast á hagsmunum bankans og hann gerði á hagsmunum launþega þegar hann tók þátt í að afnema verðtryggingu á laun en engu öðru, þá erum við aðeins að sjá toppinn af ísjakanum. Hvað er að gerast. Af hverju fær Landsbankinn allt aðra meðferð en hinir bankarnir? Ekki að Ari og Ísland séu til fyrirmyndar en hallllllló. Nú er nóg komið, þetta er bankinn sem er að verða íslenskum skattgreiðendum dýrastur, og er enn í eigu ríkisins, af hverju á þessi banki að halda áfram vafasömum viðskiptum, Vestia my ass. Hvar er gagnsæið, hvar eru borðin sem allt átti að koma upp á og hvar er fólkið sem ætlaði að sjá til þess. Hvar eru lánabækurnar og hverjir eru kröfuhafarnir, já fyrir utan GB og NL. OG hver er staðan, hversu mikið er sennilegt að náist upp í forgangskröfur?
Ætlar ríkisstjórnin að stefna fólki til þjóðaratkvæðagreislu án þess að það fái minnstu hugmynd um hvað það er að kjósa um?
Helvítis fokking fokk.
Tap hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 00:30
Bara ekki með Framagosum og þeim líkum.
Eðlilegt að undirbúa viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2010 | 22:25
Auðvitað hægt að segja nei.
Ekki hægt að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.1.2010 | 21:27
Nýir íslenskir bankar.
Aukinn hryðjuverkaviðbúnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 22:31
Jákvæð Sterk viðbrögð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 20:58
Ekki ofmeta áhuga erlendis.
Ég mæli hins vegar með því að fólk fylgist með hversu mikið verður fjallað um atburðinn erlendis næstu daga og vikur. Ég giska á að það verði mjög lítið. Þessa ágiskun byggi ég á fenginni reynslu af umfjöllun um bankahrunið og á því hversu mikið af þeim fréttum sem birtust í dag voru illa unnar og efnislega rangar. Fæstir erlendir fjölmiðlar virtust gera sér grein að um er að ræða ágreining um skilmála endurgreiðslna og ekki endurgreiðslurnar sjálfar.
Á Íslandi er fólk mjög áhyggjufullt yfir áliti útlendinga á Íslandi og íslendingum. Erlendis er næstum öllum alveg sama, öðrum en þeim sem hafa beinna hagsmuna að gæta og svo að sjálfsögðu sjórnmálamönnum sem telja sig geta skarað eld að eigin köku með því að tukta Ísland. Góð kynning á málstað íslendinga gæti fjarlægt þann áhuga stjórnmálamannanna.
Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 20:36
Rólegan æsing.
Í kvöldfréttum danska ríkissjónvarpsins var hins vegar rætt við konu sem talin er sérfræðingur í málinu. Hún taldi líklegast að niðurstaðan yrði ný samningaumferð þar sem að slakað yrði á þeim kröfum sem eru mest óásættanlegar fyrir íslendinga.
Að sjálfsögðu er það líklegasta niðurstaðan, reyndar að því tilskyldu að þeir sem hafa samningaréttin fyrir Ísland haldi ró sinni og nýti þann möguleika sem nú er kominn fram til að ná betri samningi.
Það er að sjálsögðu skiljanlegt að fólk sem hefur lagt mikið undir og telur sig hafa gert sitt besta verði sárt og jafnvel biturt þegar aðrir vega vinnu þeirra og gefa henni falleinkunn. En þeir einir útskrifast sem kyngja stolti sínu og leggjast aftur yfir verkefnið og skila niðurstöðu sem er yfir fallmörkum.
Að lokum vona ég að fólk hvar í flokki sem þeir standa taki nú höndum saman um að vinna að eins farsælli lausn og möguleg er í þessu leiðindamáli. Einn möguleikinn væri að skipa þverpólítíska nefnd sem allir flokkar ættu aðild að sem færi með umboð Íslands í Icesave málinu. Þá gætu aðrir vonandi snúið sér að öllum þeim verkefnum sem nú hafa beðið allt of lengi.
Með von um betri tíð og lægri vexti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)