Lög, löggjafarvald og íslensk stjórnskipun.

Að sjálfsögðu á að fylgja lögum, þar með er þó ekki sagt að lögum geti ekki verið ábótavant.

Lög eru sett af löggjafarvaldinu, skilgreind og skorið úr um þau hjá dómsvaldinu, rannsóknir fara fram hjá framkvæmdavaldinu sem einnig sér um að framfylgja refsingum. Þessi þrískipting valdsins er afar mikilvæg meðal annars til að koma í veg fyrir spillingu.

Hvernig hefur þessi þrískipting þróast á Íslandi?

Löggjafarvaldið, Alþingi virðist hafa sætt flokksræði og ráðamenn flokkanna hafa setið í ríkisstjórn, æðsta stigi framkvæmdavaldsins. Ákveðnir aðilar framkvæmdavaldsins skipa svo dómara, dómsvaldið. Svo virðist sem að þrískiptingin sé fallin brott og mestur hluti valdsins hafi safnast hjá örfáum einstaklingum. Vald spillir, algjört vald spillir algjörlega.

Ég verð að segja að ég hef enga ofurtrú á að Alþingi síðustu 20 ára hafi verið starfi sínu vaxið við að setja og endurbæta lög. Enginn af þessum einu þjóðkjörnu fulltrúum þjóðarinnar reyndi með lagasetningum að hamla á móti þeirri óásættanlegu áhættu sem skapaðist fyrir þjóðarbúið með ofurvexti bankakerfisins. Ég hef heyrt þær mótbárur að íslenska þingið hafi verið bundið af EES reglum. Slík rök tel ég ómerk, þar sem Ísland er eða að minnsta kosti var fullvalda ríki og þingmenn og konur voru kjörin til að gæta hagsmuna íslensks almennings og ekki hagsmuna evrópubandalagsins eða þegna þess.

Ég tel því eðlilegt að fólk eins og Eva Joly bendi á það sem miður hafi farið og þær brotalamir sem eru í íslenskum lögum og stjórnkerfi.

Vissulega verður að gæta réttlætis en almenningur á allan rétt á að heyra skoðanir sem flestra, ekki gat hann treyst kjörnum fulltrúum sínum til að gæta hagsmuna sinna.

Það færi betur á að lögmannafélag Íslands beitti kröftum sínum að þeim brotalömum sem eru í úreltri stjórnarskrá og illa settum lögum.

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Virða ber lagareglur um hæfi embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband