ÞJÓÐIR ERU EKKI BARA RÍKISSTJÓRNIR

"Eins og afstaða Evrópuþjóða er" segir þessi annars ágæti fræðimaður. Málið er bara að Evrópuþjóðirnar vita ekkert um málið, hér í Danmörku þar sem ég bý er ég oft spurður hvort þetta sé nú ekki allt komið í lag aftur á Íslandi. Almenningur veit einfaldlega ekki hver staðan er og ef ástandið er svona í Danmörku, þeirri Evrópuþjóð sem hafur haft mest og lengst tengs við Ísland þá tel ég óhætt að álykta að þekkingin á stöðunni sé ekki betri annar staðar í Evrópu. Þegar ég svo lýsi stöðu Íslands g hvernig ´nánasta framtíði lýtur út eru allir á sama máli, auðvitað á saklaus almenningur á Íslandi ekki að bera þær byrðar sem á hann verður lagður ef Icesave samningurinn verður að veruleika.

Sannleikurinn er sá að ríkisstjórnin og fulltrúar hennar hafa einbeitt sér svo mikið að einni oristu, sem tapaðist að nú er stríðið að tapast.

Það er engin trygging fyrir því að afstaða stjórnmálamanna og því síður embættismanna sem skipaðir eru í samninganefndir endurspegli afstöðu þeirrar þjóðar sem þau vinna fyrir.

Kynnum staðreyndir, gerum raunverulegum þjóðum, þ.e. almenningi Evrópu grein fyrir hvílíkar ofurkröfur eru nú gerðar til Jóns og Gunnu á Íslandi og ég er sannfærður um að almenningsálitið mun snúast á sveif með íslendingum.

Að sjálfsögðu á Ísland að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar að því marki sem unnt er, en samningar sem yfirstíga greiðslugetu verða aldrei hvorki lánardrottni né skuldunauti til framdráttar.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Sigruð þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband