Aftur og nýbúinn

Ég vil byrja á að taka fram að ég þekki ekkert til Arnórs Sighvatssonar, né hef ég kynnt mér fyrri störf hans. Hins vegar kemur mér það spánskt fyrir sjónir þegar ég les ferilskrá, hér afrituð úr fréittinni: "Arnór Sighvatsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá North Illinois háskóla og hafði áður lokið BA í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og MA prófi í hagfræði frá North Illinois háskóla. Með námi starfaði Arnór við Hagstofu Íslands og kenndi við North Illinois háskólann ásamt doktorsnámi. Hann hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1990, var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs frá árinu 2004 og settur aðstoðarseðlabankastjóri árið 2009. Arnór var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skrifstofu Norðurlanda, frá 1993 – 1995. Arnór er höfundur margra greina um peningamál og gengismál." að ma'ður sem var aðalhjagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands á þeim tíma sem grunnurinn var lagður að því sem næst algjöru hruni íslensks efnahagslífs skuli nú vera ráðinn aðstoðarseðlabankastjóri. Ef þetta er það sem þarf til að stíga til metorða á Íslandi þá hef ég margt slæmt og illa unnið um ævina og ætti því að minnsta kosti að geta orðið ráðuneytisstjóri.

Með von um betri tíð og lægri vexti. 


mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Þetta sýnir bara að ytri aðstæður er aðal ástæðan fyrir þessum hrylling sem við erum að ganga í gegnum.  EKKI SJÁLFSTÆISFLOKKURINN

Pétur Ásbjörnsson, 26.6.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Halló fólk farið að vakna...

Pétur Ásbjörnsson, 26.6.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara, voru ytri aðstæður allt aðrar á Íslandi en annarstaðar í heiminum? Og ef svo hvaða ytri ástæður er um að ræða, sólbletti? marsmenn eða hvað?

Kjartan Björgvinsson, 26.6.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband