Færsluflokkur: Bloggar

Moka skít

Hvert verður gildismat íslendinga 2020?
Er það, það sem er mikilvægast að eyða kröftunum í núna?
Áður en stefnt er að því að vinna gull í heimsmeitarakeppni er nauðsynlegt að komast áfram úr undanrásum og til þess þarf fyrst og fremst vinnu. Ekki háleitar hugsjónir með deadline eftil 11 ár. Að sjálfsögðu er virðingarvert að vera framsýn en fyrst er nú að komast á núllið og ef ekki fer að þokast í þá átt innan skamms tíma verður ekkert til að uppfæra.
mbl.is Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf sagan

Í fréttinni kemur fram að lágt vaxtastig seðlabanka heimsins hafi ráðið miklu í skuldasöfnun Íslands, það sem vantar er að til þess að það hefði þessi áhrif þurfti vaxtastig á Íslandi að vera mun hærra og það var það, stjórnað að óumræðilegri visku stjórnar Seðlabanka Íslands. Að auki er það umhugsunarvert að í mesta góðærinu fórst öllum íslenskum stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum að spara til mögru áranna, þvert á móti var skuldasöfnun og þensla í opinbera kerfinu. Sem ætti að vera sveiflujafnandi, á Íslandi hefur það þvert á móti alltaf verið sveiflumagnandi.
mbl.is Ár frá hruni bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Alþingisstofu.

Þó íslenskir fjölmiðlar séu ekki upp á marga fiska væri kannski nær að stofna Alþingis eða stjórnmálastofu sem sinnti eftirliti með stjórnmálamönnum. Vandamálið er náttúrlega að ákveða hverjir eigi að skipa eftirlitsmennina. Viti menn það vandamál er líka við allar aðrar eftirlitsstofnanir á Íslandi.
mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu oft eigum við eftir að sjá þessa fyrirsögn?

Ég viðurkenni að þetta er stór viðburður, en á þó erfitt með að skilja hvers vegna hann flæiðr yfir því sem alla vefsiðu mbl. Sama gildir um Ruv og Vísi. Hins vegar er lítið fjallað um afgreiðslu ICEsave, efnahagsreikninga gömlu bankanna, framgang efnahagsáætlunar rikissjórnarinnar, fyrirhugaðan niðurskurð, gjaldþrot fyrirtækja, atvinnuleysi og þróun þess ásamt öðrum afleiðingum bankahrunsins.

Hafa ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi ekki gert sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að gefa almenningi upplýsingar og veita með því stjórnvöldum aðhald. Ritstjórnirnar flutu eins og flestir aðrir sofandi að feigðarósi síðasta haust. En fyrrr má nú fyrr vera ef þær fara ekki að vakna af þyrnirósarsvefninum.

Ég skora hér með á ritstjórnir íslenskra fjölmiðla að birta vikulegt yfirlit yfir lykilatriði tengd efnahagsstöðu Íslands og þróun þeirra. Í slíku yfirlyti ætti til dæmis að koma fram þróun: atvinnustigs/atvinnuleysis, gjaldþrota, gengis, erlendra skulda, útflutningstekna, gjaldeyrisstöðu, efnahagsáætlunar, meðferð nýju bankanna á þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fengið í fangið og margt fleira.

Ég er hræddur um að ef ekkert verður að gert munum við eiga eftir að sjá fyrirsögnina, Ekkert stendur eftir í kvöld. í enn alvarlegra samhengi en í þeirri frétt sem varð kveikjan að þessum skrifum.

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Ekkert stendur eftir í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amatörar á Alþingi og í kauphöll?

Eftir því sem mér hefur skilist á fréttum, virðast ekki vera lagaheimildir til að rifta ákvörðunum fyrri stjórnar þessa nú gjaldþrota banka um að aflétta ábyrgðum umræddra starfsmanna vegna þessara lána. Víða annar staðar t.d. hér í Danmörku getur skiptastjóri með hjálp dómstóla rift samningum sem gerðir hafa verið allt að tveimur árum fyrir gjaldþrot og sannanlega hafa rýrt þrotabúið. Slík lög eru almenn skynsemi til að koma í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækja rýji félagið verðmætum til eigin ágóða.

Ábyrgðin á setningu og endurbótum laga er að sjálfsögðu Alþingis, einu þjóðkjörnu fulltrúum stjórnkerfisins.

Það er í mínum huga enginn vafi á að lánin voru veitt til að halda uppi eftirspurn og þar með háu verði á hlutabréfum bankans, auk þess sem bankinn gat blásið upp efnahagsreikning sinn með að auka hlutafé og á sama tíma hækkað útlánareikning sinn án þess að nokkrir fjármunir hafi komið inn í bankann, þeir voru bara færðir til og tvöfaldaðir við það. Nú er augljóst að stjórn bankans bjóst ekki við að geta innheimt þessi lán hjá lántökunum. Öll þessi aðgerð er siðlaus og ef hún er ekki ólögleg, þá ætti hún að vera það.

Annað atriði sem mér finnst vanta í umræðuna er hlutverk og ábyrgð kauphallarinnar, það er augljóst að um er að ræða viðskipti innherja, voru tilkynningar gefnar um það og ef svo er vaknaði engin grunur um að eitthvað misjafnt ætti sér stað þegar fjöldi innherja kaupir hlutabréf í þeim banka sem þeir starfa hjá, fjármögnuð að bankanum sjálfum?


mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkt FÍFL

Það má vel vera að Davíð Oddson hafi sagt eitt og annað við hina og þessa en af ávöxtunum skulið þið þekkja þá. Þetta er maðurinn sem afræði hvernig einkavæðing ríkisbankanna fór fram. Þetta er líka maðurinn sem afnam bindiskyldu bankanna og gerði þeim þar með kleyft að safna þeim skuldum sem nú eru að sliga íslensku þjóðina. Þetta er maðurinn sem lánaði bönkunum almannafé gegn handónýtum lánum og þétta er maðurinn sem gerði seðlabnaka Íslands gjaldþrota og neitaði svo að víkja sem seðlabankastjóri.

HVernig gat ladsfaðirinn Davíð Oddson látið sér nægja að skamma tvo bankastjóra og svo gefa út stöðugleikaskýrslu sem tryggði banka fyrrnefndra bankastjóra möguleikana á að safna risa skuldum í Englandi og Hollandi. Hvar var hollusta hans við íslenskan almenning. Ég veit ekki hvort það er hegningarvert, en Það ætti allaveg að vera það að hafa vitað allt um hversu illa stefndi og gera ekkert í því og að auki láta undir höfuð leggjast að segja almenningi frá þessari vitneskju. 

Ég er  hlynntur frjálshyggju í hófi og treysti einkaaðilum betur til að reka flest en fólki sem bara er áskrifandi að laununum sínum hjá ríki eða sveitarfélögum.

Guðadýrkun sú sem hefur verið á Íslandi á DO og reyndar fleirum á hins vegar ekkert skilt við hugmyndafræði heldur verður að leyta álits sálfræðinga eða geðlækna á því hversvegna jafnvel bráðgáfað fólk á Íslandi velur að trúa á flokkinn sinn og leiðtoga hans fremur en staðreyndum. Að mörgu leyti má líkja þessari ofsatrú á flolkkana við trúarbrögð eins og Votta Jehóva eða jafnvel Jim Jones sem leiddi söfnuð sinn í fjölda sjálfsmorð

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

who do YOU think you are?

Á sama tíma og þessi frétt birtist, kemur fram á Vísi að hluti af gögnunum um Icesave eru einungis birt þingm0nnum og konum eftir að þau hafa skrifað undir þagnarskyldu. Þjóðin á ekki að fá að vita allt, nei þessir frábæru stjórnmálamenn sem að mestu, en þó ekki að öllu leyti, eru þeir sömu  og flutu sofandi að feygðarósi síðustu ár. Þetta fólk telur sig enn geta haft vit fyrir þjóðinni, þrátt fyrir að þetta fólk með aðgerðum sínum, (sjálfstæðis-, framsóknarflokkur og samfylking) eða aðgerðarleysi og sofandahætti, (allir aðrir flokkar nema borgarahreyfingin) hafi leitt íslensku þjóðina í stöðu sem engin fordæmi eru fyrir í sögu þróaðra þjóða.

Er ekki kominn tími til að þessir fulltrúar almennings íhugi hverra fulltrúar þeir eru og hverra hagsmuna þeir ættu að gæta. Hvaða rök geta verið fyrir því að leyna eigendum fyrirtækisins Íslands staðreyndum um samkomulag sem á eftir að hafa áhrif á rekstur þess um ókomna framtíð.

Munið nú eftir loforðunum um gagnsæi og allt upp á borðið. Ef að ástæðurnar fyrir ákvörðunum ykkar þola ekki dagsins ljós, þá er í meira lagi ósennilegt að þjóðin muni sætta sig við niðurstöðuna.

Hvað eruð þið svona hrædd við?????

Auðsjáanlega ekki þá sem kusu ykkur, reiði þeirra virðist hægt að leiða hjá sér. Skammist ykkar, já SKAMMIST YKKAR.

Ég skora á fulltrúa Borgarahreyfingarinnar að ´rjúfa þann falska trúnað sem hugleysingjar ríkisstjórnarinnar krefjast og upplýsa þjóðina um raunverulegar ástæður þess að íslenska þjóðin verði hneppt í þrældóm  um ókomna framtíð.

Steingrímur, Jóhanna og fylgilið, þið eruð ekki hótinu betri en Geir Gunga og hans föruneyti.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rányrkja

Það er svosem virðingarvert að velja að hækka áfengi og tóbak frekar en mat og rafmagn, en í raun kemur það í sama stað niður þegar vísitala hækkar og allir verða að borga sama hvort þeir reykja og eða drekka eða ekki. 

Auk þess virðist hækkun á sköttum vera að mestu leyti að leyta ullar í geitarhúsi eða klippa hárið af sköllóttum. Ef fólk á ekkert er ekki af miklu að taka.

Að sjálfsögðu á að auka tekjur ríkissjóðs, en væri ekki skynsamlegra að gera það með að auka virðisaukningu innanlands, nýsköpun, eflingu ferðaiðnaðar og svo framvegis, það má lesa um þessa möguleika í eldri bloggum.

Ég held að maður fái ekki mikið vatn við að vinda þurran klút og hættan á að sá landflótti sem þegar er hafinn muni stóraukast þegar ekkert er eftir að verja og kaupmáttur verður verulega minni en í nágrannal0ndunum.

Með von um betri tíð og lægri vexti


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræna byrjuð að sigla?

Allir að flýja land á kaupleigubílunum?
mbl.is Gríðarleg umferð úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rjúfa umsátur.

Þeir sem sitja um Ísland eru embættismenn og örfáir stjórnmálamenn, engin ÞJÓÐ (les almenningur) í Evrópu hefur nokkurn áhuga á að gera íslendingum skráveifu. Upplýsið almenning í Evrópu um þá afarkosti sem embættismenn þeirra setja Íslandi og sjá umsátrið verðu leyst upp.

Lögfræði og samningar eru allra góðra gjalda verð en að lokum mun það verða almenningsálitið sem ákveður framtíðina, alveg eins og það á að vera í lýðræði.

Með von um betri tíð og lægri vexti


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband