Færsluflokkur: Bloggar

Aftur og nýbúinn

Ég vil byrja á að taka fram að ég þekki ekkert til Arnórs Sighvatssonar, né hef ég kynnt mér fyrri störf hans. Hins vegar kemur mér það spánskt fyrir sjónir þegar ég les ferilskrá, hér afrituð úr fréittinni: "Arnór Sighvatsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá North Illinois háskóla og hafði áður lokið BA í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og MA prófi í hagfræði frá North Illinois háskóla. Með námi starfaði Arnór við Hagstofu Íslands og kenndi við North Illinois háskólann ásamt doktorsnámi. Hann hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1990, var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs frá árinu 2004 og settur aðstoðarseðlabankastjóri árið 2009. Arnór var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skrifstofu Norðurlanda, frá 1993 – 1995. Arnór er höfundur margra greina um peningamál og gengismál." að ma'ður sem var aðalhjagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands á þeim tíma sem grunnurinn var lagður að því sem næst algjöru hruni íslensks efnahagslífs skuli nú vera ráðinn aðstoðarseðlabankastjóri. Ef þetta er það sem þarf til að stíga til metorða á Íslandi þá hef ég margt slæmt og illa unnið um ævina og ætti því að minnsta kosti að geta orðið ráðuneytisstjóri.

Með von um betri tíð og lægri vexti. 


mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BULL, Bull og bull

Bíllinn minn varð bremsulaus og ég fór með hann á verkstæði, bifvélavirkinn gerði við hann og afhenti mér hann til notkunar. Ég komst mjög fljótt að því að það voru aðeins bremsur á öðru afturhjólin og fór aftur á verkstæðið og kvartaði. Bifvélavirkinn sagði að þetta væri það besta sem var hægt að ná fram eins og aðstæður voru, hann hefði meira að segja spurt aðra á´öðrum verkstæðum og þeir höfðu ekki betri lausn. Ég ákvað að henda bílnum frekar en aka um almenningi á Íslandi til hættu og flutti til Danmerkur þar sem bifvélavirkjar eu auðsjáanlega betri allavega hafa þeir aldrey boðið mér upp á bremsulausa bíla.

Það að aðrir beti ekki bent á betri lausn gerir hvorki manns eigin lausn betri né verri. Það verður að líta á staðreyndir og haga sér samkvæmt þeim, hversu erfitt eða sársauafullt það er. Steingrímur J. getur eflaust orðið bifvélavirki á gamla viðskiptaverkstæðinu mínu ef stjórnin fellur og hann verður atvinnulaus.

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞJÓÐIR ERU EKKI BARA RÍKISSTJÓRNIR

"Eins og afstaða Evrópuþjóða er" segir þessi annars ágæti fræðimaður. Málið er bara að Evrópuþjóðirnar vita ekkert um málið, hér í Danmörku þar sem ég bý er ég oft spurður hvort þetta sé nú ekki allt komið í lag aftur á Íslandi. Almenningur veit einfaldlega ekki hver staðan er og ef ástandið er svona í Danmörku, þeirri Evrópuþjóð sem hafur haft mest og lengst tengs við Ísland þá tel ég óhætt að álykta að þekkingin á stöðunni sé ekki betri annar staðar í Evrópu. Þegar ég svo lýsi stöðu Íslands g hvernig ´nánasta framtíði lýtur út eru allir á sama máli, auðvitað á saklaus almenningur á Íslandi ekki að bera þær byrðar sem á hann verður lagður ef Icesave samningurinn verður að veruleika.

Sannleikurinn er sá að ríkisstjórnin og fulltrúar hennar hafa einbeitt sér svo mikið að einni oristu, sem tapaðist að nú er stríðið að tapast.

Það er engin trygging fyrir því að afstaða stjórnmálamanna og því síður embættismanna sem skipaðir eru í samninganefndir endurspegli afstöðu þeirrar þjóðar sem þau vinna fyrir.

Kynnum staðreyndir, gerum raunverulegum þjóðum, þ.e. almenningi Evrópu grein fyrir hvílíkar ofurkröfur eru nú gerðar til Jóns og Gunnu á Íslandi og ég er sannfærður um að almenningsálitið mun snúast á sveif með íslendingum.

Að sjálfsögðu á Ísland að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar að því marki sem unnt er, en samningar sem yfirstíga greiðslugetu verða aldrei hvorki lánardrottni né skuldunauti til framdráttar.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Sigruð þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög, löggjafarvald og íslensk stjórnskipun.

Að sjálfsögðu á að fylgja lögum, þar með er þó ekki sagt að lögum geti ekki verið ábótavant.

Lög eru sett af löggjafarvaldinu, skilgreind og skorið úr um þau hjá dómsvaldinu, rannsóknir fara fram hjá framkvæmdavaldinu sem einnig sér um að framfylgja refsingum. Þessi þrískipting valdsins er afar mikilvæg meðal annars til að koma í veg fyrir spillingu.

Hvernig hefur þessi þrískipting þróast á Íslandi?

Löggjafarvaldið, Alþingi virðist hafa sætt flokksræði og ráðamenn flokkanna hafa setið í ríkisstjórn, æðsta stigi framkvæmdavaldsins. Ákveðnir aðilar framkvæmdavaldsins skipa svo dómara, dómsvaldið. Svo virðist sem að þrískiptingin sé fallin brott og mestur hluti valdsins hafi safnast hjá örfáum einstaklingum. Vald spillir, algjört vald spillir algjörlega.

Ég verð að segja að ég hef enga ofurtrú á að Alþingi síðustu 20 ára hafi verið starfi sínu vaxið við að setja og endurbæta lög. Enginn af þessum einu þjóðkjörnu fulltrúum þjóðarinnar reyndi með lagasetningum að hamla á móti þeirri óásættanlegu áhættu sem skapaðist fyrir þjóðarbúið með ofurvexti bankakerfisins. Ég hef heyrt þær mótbárur að íslenska þingið hafi verið bundið af EES reglum. Slík rök tel ég ómerk, þar sem Ísland er eða að minnsta kosti var fullvalda ríki og þingmenn og konur voru kjörin til að gæta hagsmuna íslensks almennings og ekki hagsmuna evrópubandalagsins eða þegna þess.

Ég tel því eðlilegt að fólk eins og Eva Joly bendi á það sem miður hafi farið og þær brotalamir sem eru í íslenskum lögum og stjórnkerfi.

Vissulega verður að gæta réttlætis en almenningur á allan rétt á að heyra skoðanir sem flestra, ekki gat hann treyst kjörnum fulltrúum sínum til að gæta hagsmuna sinna.

Það færi betur á að lögmannafélag Íslands beitti kröftum sínum að þeim brotalömum sem eru í úreltri stjórnarskrá og illa settum lögum.

Með von um betri tíð og lægri vexti.


mbl.is Virða ber lagareglur um hæfi embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERUÐ ÞIÐ FÍFL?

Á hverjum degi er stolið cirka 30.000 krónum af öllum sem hafa keypt fasteign á Íslandi og hafa eins og eðlilegt er þurft að taka lán fyrir fjáfestingunni. Ef einver myndi á hverjum degi koma í vinnuna til þín og taka veskið þitt og tæma það myndir þú að öllum líkindum hringja í lögguna eða ráðast á manninn. Af hverju gerir þú ekkert þegar ríkisvaldið stelur af þér með okurvöxtum?

Svar óskast

Með von um betri tíð og lægri vexti


50% launalækkun

Ég vona að það verði tekið tillit til að íslenskt launa fólk hefur þegar tekið á sig 50% raun llaunalækkun við fall krónunnar og að það er enn ekki útséð með hvar gengið endar. Trú mín á verkalýðshreyfingunni hvarf þegar hún sætti sig við að afnema verðtryggingu launa án þess að krefjast afnáfnáms verðtyggingar almennt. Það hljóta að vera ein verstu umboðssvik sögunnar.

Með von um betri tíð og lægri vexti


mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

E MÍNUS

Lánshæfismat mun alltaf endurspegla fyrri gjörðir lántakans. Íslenska ríkið er að reyna að skulbinda sig miklu meira en það getur greitt ef allt fer á versta veg. Ég myndi ekki lána aðila sem hagar sér svoleiðis og það gera aðrir ábyrgir aðilar heldur eikki. Þar af leiðandi mun niðurstaðan verða að þeim sem dettur í hug að lána svo óábyrgumn aðila verða að gera það á eigin ábyrgð.

Með von um betri tíð og lægri vexti


mbl.is Rætt við matsfyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík=Djúpavík

Sem ungur drengur á ferðalagi með fjöskyldu minni kom ég í Djúpavík þar sem fjöldi af húsum stóðu tóm og heilar verksmiðjur voru yfirgefnar. Mér fannst það soglegt að sjá. Nú sé ég fyrir mér að Reykjavíkursvæðið líði sömu örlög. Ef ekkert verður að gert mun fólk flýja land í stórum stíl og það  verður ekki aðein eitt eða tvö eyðiþorp á Íslandi heldur verða þar einungis eyðiþorp, bæir og borgir. Það verður náttúrulega skemmtilegt fyrir mig sem túrista að þvælast um þessa yfirgefnu staði en það er eki sú framtíð sem ég helst vil sjá fyrir Ísland. Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra reyna að telja okkur trú um að það sé engin önnur lausn en að ganga að afarkostum breta og hollendinga. Sannleikurinn er sá að með þessum samningum er eingöngu verið að fresta vndanum hugsanlega þangað til að núverandi ráðherrar og Alþingi eru komin á (allt of há) eftirlaun og aðrir geta fengið að fást við vandann. Það er algjörlegaq óábyrgt að skuldbynda þjóðina til að greiða kröfur sem hún hefur enga möguleika á að greiða ef allt fer á versta veg. Hingað til hafa talsmenn Icesave samningsins haldið því fram að eignir Landsbankans muni geta greitt megnið af skuldunum. Nú kemur fram að Landsbankinn skuldar fyrir utan Icesave fleiri millljarða til aðila eins og evrópska seðlabankans sem auðvitað (ekki eins og gjaldþrota íslenski seðlabankinn sem nú ætlar að ábyrgjast vonlaus lán landsvirkjunar) hafa séð til þess að hafa örugg veð fyrir sínum lánum, það þýðir að minni egnir og verri verða eftir til að standa undir Icesave.

Það er ekki góður siður að velta vandamálunum á undan sér. Lyktin af gömlum fiski magnast frekar em minnkar og snjóboltinn vex við hverja hringferð. Ég veit að .það er erfitt og óþægilegt en það er mikklu betra að takast á við vandann strax, það verður vont og verra en það í nokkur ár en svo er það líka búið. Allt þetta blaðuir um að Íslandi verði útskufað úr samfélagi þjóðanna er bull. Hversu mörg ríki, t.d. í Suður Ameríku hafa ekki haft fleiri byltingar og þannig kastað af sér oki ofurlána. Það má vel vera að þær þjóðir hafi átt erfitt með að finna viðskiptaþjóðir í nokkur ár þar á eftir en eina þjóðin sem ég þekki til að ekki er velkomin í alþjóða viðsiptum er norður Kórea og hún hefur samt töluverð viðskipti við ýmis ríki sem ekki eru allt of vönd af virðingu sinni.

Tökum skellinn núna. STRAX. Ráðumst á vandann og útrýmum honum, svo getum við byggt upp á ný. U*ppbygging getur ekki hafist undir Demoklesar sverði.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


Leyndarmál, gagnsæi og fjölmiðlar.

Hvað varð um gagnsæið og allt upp á borðið. Nú virðist sem að það sé of erfitt fyrir (ó)stjórnvöld að lyfta málunum upp á borðið og þau velji því að grafa holu undir þau og fela allt sem hægt er að fela.

Upp á síðkastið hefur Icesave verið mikið til umræðu og fyrir hugsandi fólk er ómögulegt að meta hvort verið er að gera ein stærstu mistök Íslandssögunnar eða hvort niðurstaðan er skynsamleg. Öllu sem máli skiptir við það mat er haldið leyndu, af hverju. Steingrímur J. segir að það sé einfaldlega vegna þess að málið sé enn svo viðkvæmt. VIÐ VITUM ÞAÐ, þjóðin á að ábyrgjast greiðsluna, slík ábyrgð getur leitt til enn stærri krafa frá öðrum kröfuhöfum Landsbankans. Þjóðin á kröfu á að fá allar upplýsingar um mál sem getur leitt til verulegrar aukningar á greiðslubyrði einstaklinganna til samfélagsins.

Hvað getur verið viðkvæmt fyrir samningana, séð frá sjónarhóli íslendinga?

Krefjast bretar að við greiðum enn meira, ef sagt er frá kúgunaraðferðum þeirra?

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, stjórn bankanna er vafin huliðshjúpi og þrátt fyrir nokkra umræðu á liðnum mánuðum virðist engin breyting í sjónmáli. Yfirlit yfir skuldastöðu ríkissjóðs er svo djúpt grafin á upplýsingasíðunni að maður þarf að vera bæði tölvusnillingur og endurskoðandi til að geta fengið botn í hana og svona má lengi telja.

HVERS VEGNA????? Hver hefur hag af upplýsingaleynd? Spyr sá er ekki veit.

Nú er þörf á samstöðu, hún skapast við að sem flestir geri sér grein fyrir stöðu mála og þar með geti unnið að lausn.

Almannatengsl stjórnvalda eru einfaldlega ekki til staðar, verkefnin eru stór og mikil og því er þörf á að sem flestir leggi hönd á plóg. í stað þess að loka sig af ættu stjórnvöld að sækja stuðning og vinnu hjá sem flestum, halda upplýsingafundi, skapa svið þar sem að almenningur getur fengið að taka þátt í lausnunum, t.d. með vefsíðu, opinni deild sem gæti fallið undir efnahagsráðuneyti þar seh haldnir yrðu fundir og ráðstefnur um einstök mál og málaflokka og unnið að lausnum. Að taka þannig á málunum gæti einnig gefið fjölda fólks sem nú er á atvinnu möguleika á að leggja sitt að mörkum til uppbyggingar.

Því miður er sambandsleysið ekki einskorðað við Ísland, ég bý í Danmörku og er oft spurður hvort þetta sé nú ekki bara allt komið í lag á Íslandi núna. Hér hefur ekki nokkur maður heyrt um Icesave eða fyrirhugaðan niðurskurð á íslenska velferðarkerfinu. Auðvitað eigum við ekki að haga okkur eins og betlarar en greinargerð um stöðu Íslands og stærð vandans myndi skapa velvilja og bandamenn. Í Danmörku og mörgum öðrum löndum er nefnilega tekið tillit til skoðana almennings. Það má vel vera að embættismenn og ráðherrar í ESB löndum lýti framhjá réttlæti til að verja kerfið en það gerir Hansen og Jensen ekki, sama gildir eflaust Scmidt í Þýskalandi, Jean Claude í Frakklandi o.s.fr.v. það er meira að segja möguleiki á að Jones í Bretlandi verji að einhverju leyti málstað Íslands, hann er allavega ekki ástfanginn af Darling og Brown.

Stríð vinnast á almenningsáliti, ekki eingöngu við samningaborðið, sölur verða til við auglýsingu og umtal. Munið það.

FJÖLMIÐLAR.

Það hefur oft verið talað um fjölmiðla sem fjórða valdið. Á Íslandi, þar sem hin þrjú völdin meira eða minna eru komin undir framkvæmdavaldið, dómsvaldið vegna beinna tengsla ráðherra við skipun dómara og löggjafarvaldið vegna undirlægjuháttar við flokksvaldið ásamt gallaðri stjórnarskrá sem gefur ekki minnihlutanum, sama hversu stór hann er vald til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, er þetta vald mikilvægara en víðast hvar annar staðar.

Fjölmiðlarnir brugðust eins og allir hinir í aðdraganda efnahagshrunsins, það sem verra er þeir virðast lítið hafa lært.

Ég verð reyndar að hafa örlítinn fyrirvara á þessum skömmum þar sem að ég fylgist eingöngu með fjölmiðlum á netinu og það er mögulegt að yfirlit og eftirfylgni haf að einhverju leyti farið framhjá mér. 

Mér sýnist þó að flestir fjölmiðlar séu enn eins og margir á Íslandi í afneytun, við gerum eins og við höfum alltaf gert. Stórir og mjög langvarandi hamfarir hafa dunið yfir þjóðina en ríkissjónvarpið telur ekki þörf á neinum breytingum þess vegna. Við erum með Kastljós og Silfur Egils, það var nóg og hlýtur að vera nóg áfram.

Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning og veita stjórnvöldum aðhald. Vikulegur eða hálfsmánaðrlegur þáttur, þar sem farið er yfir stöðuna í einstökum málaflokkum og hvaða þróun hefur verið síðan síðast og áherslan lögð á staðreyndir fremur en málæði stjórnmálamanna myndi sinna þessu hlutverki að mörgu leyti. Málaflokkarnir gætu t.d. verið:

Aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar.

Rannsóknir sérstaks saksóknara.

Rannsóknir fjármálaeftirlitsins.

Gjörningar nýju bankanna.

Staða atvinnulífsins.

Þetta myndi kosta töluverða vinnu en hún yrði markvissari og skila meiru til lengri tíma litið en æsifrétt hér og nöldur þar.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

 


Kapp er best með forsjá

Það verður ekki komist hjá því að sækja auknar tekjur til ríkisins og það veldur eflaust mörgum erfiðleikum sem ekki mega við miklu í núverandi ástandi.

Ef við viljum að Ísland rétti úr kútnum er hins vegar mikilvægt að viðhalda von og trú almennings á að eftir erfiða tíma muni aftur birta til og lífskjör að nýju batna á Íslandi.

Við núverandi kerfi skapar aukin tekjuöflun ríkisins ekki aðeins aukin útgjöld fyrir almenning á þeim sviðum sem þeim er beint að heldur valda þær einnig hækkun þvæi sem næst allra skulda sem hvíla á heimilunum. Hvers á bindismaðurinn að gjalda þegar álögur eru auknar á áfengi og við það hækkar húsnæðislán hans.

Þessa tengingu verður að afnema hið fyrsta. Fólk sem misst hefur allar eigur sínar vegna hækkunar skulda hafa ekki ástæðu til að búa áfram á Íslandi. Hætta er á að fólksflótti verði, sérstaklega meðal ungs fólks sem skulda mikið í húsnæði sínu og hafa því lágt borð fyrir báru. Því fleiri sem flýja land, því færri verða til að borga brúsann.

Því miður held ég að það sem nú hefur verið kynnt sé aðeins byrjunin og það sem á eftir að verða verulega sársaukafullt er sá niðurskurður sem óhjákvæmilega er nauðsynlegur til að minnka halla ríkissjóðs.

Hingað til hefur megnið af umræðunni og eftir því sem mér sýnist aðgerðir stjórnvalda snúist um að taka á afleiðingum vandans, oft kallað að lengja í hengingarólinni. Það er kominn tími til að líta á hinn möguleikann, að auka tekjur, ekki með skattheimtu heldur með aukinni veltu. Sókn er besta vörnin og ég hef aldrei heyrt um neinn sem hefur unnið leik með því að pakka í vörn eftir að vera undir 3-0 í hálfleik.

Hvernig er svo hægt að auka veltuna?

Ég tel að auka eigi verulega áherslu á nýsköpun, sérstaklega í hátækni og ferðaiðnaði. Einn af fáum kostum við kreppuna er að skyndilega er ein best menntaða þjóð heimsins orðið láglaunasvæði og þar af leiðandi miklu samkeppnisfærari í þróun og framleiðslu og þjónustu. Við þurfum einnig að huga að því að nýta allar okkar auðlindir eins vel og hægt er t.d. við að fullvinna eins stóran hluta fiskaflans eins mikið og unnt er innanlands. Margt slæmt má segja um bankana en þrátt fyrir að hafa búið erlendis í mörg ár hef ég ekki kynnst eins öflugu netbanka kerfi og á Íslandi, millifærslur taka skamman tíma o.s.frv. þessa þekkingu og þar með eign er eflaust hægt að selja öðrum, svona má lengi telja og tími til komin að koma auga á tækifærin og nýta sér þau.

Hvert lítill sigur og veltuaukning mun einnig auka bjartsýni og jákvæðni og þar af leiðandi flýta fyrir uppbyggingu og stytta raunartímann.

Með von um betri tíð og lægri vexti 

 


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband