Færsluflokkur: Bloggar

Wake up and smell the shit.

Tunglið er úr osti, Ísland vann heimsmeistarakeppnina í fótbolta, hagnaður banka og annarra fyrirtækja á Íslandi hefur adrey verið hærri en 2008.

 Allt staðhæfingar sem eru að minnsta kosti jafn skynsamlegar og gengisvísitala 160-170.

Er ekki að verða nóg komið af veruleika fyrringu, afneitun, lýðskrumi og leit að töfralausnum.

Vandinn verður ekki leystur fyrr en hann er viðurkenndur og ráðist á hann af alvöru, já það verður sársaukafullt og erfitt en að minnsta kosti verður þá hægt að setja markmið og ná þeim og einhverntíma fer aftur að halla undan fæti.

Að halda að íslenskt hagkerfi við þessar aðstæður geti falsað gengið og komist upp með það er eins og að pissa í brækurnar til að halda á sér hita, það verður einungis til að auka eymdina síðar.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að láta þér blæða út en ekki segja þér af hverju.

HJÁLP, getur einhver útskýrt fyrir mér vaxtastefnu Seðlabankans?

Það hlýtur að vera eitthvað sem mér hefur yfirsést. Gjaldeyrishöft og sú staðreynd að SÍ er eini staðurinn þar sem íslenska krónan er skráð ætti að mín viti að vera nægjanlegt til að ákvarða það falska gengi sem Seðlabankinn ákvarðar hverju sinni.  Til hvers er þá verið að pynda íslensk fyrirtæki og heimili með okurvöxtum?

Ég vona að einhver geti gefið skynsamlega skýringu, ekki hefur SÍ gert það, ef að markmiðið er að velta eins miklum byrðum eins hratt og mögulegt er yfir á almenning þá verð ég að fara að taka það sem ég hef hingað til talið samsæriskenningar um IMF alvarlega.

Með von um betri tíð og miklu lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


Hvaðan koma peningarnir?

Hæstvirtur BB

Getur þú sagt mér hvaðan peningarnir sem á að nota til að endurgreiða "styrkina" koma, varla eru það sömu peningarnir sem var aflað til að greiða skuldir flokksins og ekki getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi markaði ætlist til að bankar landsis láni honum peninga út á óseljanlegar fasteignir?

 


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikann takk.

Mér tókst aldrey að finna þetta blogg á mbl.is svo ég prófa aftur. 

Loksins fann ég tíma til að lýta á framboðsfundi í sjónvarpi, fy for satan eins og sagt er hér í landi eða svei attan fussum svei og svo framvegis. Allir sem hafa sett sig inn í þá stöðu sem Ísland er komið í hljóta að gera sér grein fyrir því að ekki verður komist hjá meiri háttar niðurskurði á öllum sviðum ef takast á að loka þeirri ginnungar gjá sem þjóðin stendur yfir, samt virðast allir stjórnmálaflokkar forðast þá umræðu eins og pestina. Við athugum það eftir kosningar, segja þeir allir með tölu.  Hvernig á að treysta fólki sem ekki getur horfst í augu við staðreyndir?

Það er ekki fallegt, en ef Ísland á að rétta úr kútnum verður að færa fórnir og þær verða í hlutfalli við þær skuldir sem verða viðurkenndar af næstu ríkisstjórn, það verður ekki komist hjá miklum niðurskurði í bæði heilbrigðis og menntakerfi sem eru þau svið sem eru ríkinu dýrust. Að auki verður að spara á öllum öðrum sviðum, þetta verða aldrei vinsælar aðgerðir en nauðsynlegar. Að fresta skoðunum sínum á því hvað á að gera fram yfir kosningar er í besta falli hugleysi og í versta falli úthugsuð taktík til að ná völdum.  Að auki hafa fáir stjórnmálaflokkar lýst skoðunum sínum á þeirri vaxtastefnu sem er að buga öll fyrirtæki og flest heimili á Íslandi. 

Hins vegar virðist meira en nægum tíma eitt í að benda á hvað hinir hafa gert vitlaust á liðnum árum, það mun ekki hjálpa okkur í framtíðinni.

Vinnum að lausnum, vinnum saman og VINNUM.

Með von um betri tíð og miklu lægri vexti

Kjartan Björgvinsson


Styrkir til lánardrottna?

Þessir margumtöluðu styrkir eru vissulega allrar athygli verðir en af hverju segir enginn neitt um þá okurvexti sem ríkja á Íslandi?

Ef að í raun hafa verið fluttar háar upphæðir til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum sem nú eru gjaldþrota og almenningur nú þarf að bera kostnað af eru það í raun smámunir borið saman við þann kostnað sem fellur á fyrirtæki og almenning vegna þeirra okurvaxta sem Seðlabankinn viðheldur án nokkurra raka. 

Ég bý í Danmörku og hér hafa margir lengi kvartað um að vextir hafa verið allt að 1/2 prósentustigi hærri en annar staðar í Evrópu af því að Danmörk hefur ekki evruna. Þetta hafa fyrirtæki nefnt sem því sem næst óyfirstíganlegan hjalla í alþjóðlegri samkeppni.

Hvernig eiga Íslensk fyrirtæki þá að eiga nokkra möguleika á að keppa við erlenda samkeppnisaðila með því vaxtastigi sem ríkir á Íslandi og til hvers er því viðhaldið? 

Með þeim gjaldeyrishöftum sem komið hfur verið á er ómögulegt að sjá rök fyrir þeim okurstýrivöxtum sem viðhaldið er.

Því miður er eina skýringin sem ég get fundið, sú að með þessum hætti er hægt að láta almenning og íslensk fyrirtæki borga brúsan fyrir skuldir sem viðkomandi hafa aðeins sjálf stofnað til að litlu leyti.  Ef heldur sem horfir neyðist ég til að trúa því sem ég hef hingað til haldið að væru samsæriskenningar un Alþjóða Gjaldeyris Sjóðinn.

Af hverju hrópa engir stjórnmálamenn upp og benda á það sem að minnsta kosti gefur Íslandi möguleika á að vinna sig út úr núverandi vandræðum, vaxtalækkun til  samræmis við önnur vestræn ríki. Er það virkilega vilji allra stjórnmálaflokka að viðhalda fátækt og armæðu á Íslandi?

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


OKURVEXTIR OG AFSKIPTALEYSI !!!!

Af hverju segir enginn neitt um þá okurvexti sem ríkja á Íslandi?

Ég bý í Danmörku og hér hafa margir lengi kvartað um að vextir hafa verið allt að 1/2 prósentustigi hærri en annar staðar í Evrópu af því að Danmörk hefur ekki evruna. Þetta hafa fyrirtæki nefnt sem því sem næst óyfirstíganlegan hjalla í alþjóðlegri samkeppni.

Hvernig eiga Íslensk fyrirtæki þá að eiga nokkra möguleika á að keppa við erlenda samkeppnisaðila með því vaxtastigi sem ríkir á Íslandi og til hvers er því viðhaldið?

Með þeim gjaldeyrishöftum sem komið hfur verið á er ómögulegt að sjá rök fyrir þeim okurstýrivöxtum sem viðhaldið er.

Því miður er eina skýringin sem ég get fundið, sú að með þessum hætti er hægt að láta almenning og íslensk fyrirtæki borga brúsan fyrir skuldir sem viðkomandi hafa aðeins sjálf stofnað til að litlu leyti.  Ef heldur sem horfir neyðist ég til að trúa því sem ég hef hingað til haldið að væru samsæriskenningar un Alþjóða Gjaldeyris Sjóðinn.

Af hverju hrópa engir stjórnmálamenn upp og benda á það sem að minnsta kosti gefur Íslandi möguleika á að vinna sig út úr núverandi vandræðum, vaxtalækkun til  samræmis við önnur vestræn ríki. Er það virkilega vilji allra stjórnmálaflokka að viðhalda fátækt og armæðu á Íslandi?

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson


Vinnutími eða vinna?

Ef að Íslendingar vendu sig á að vinna í vinnutímanum væri ekki þörf á öllum þessum tímum.

Það væri líka hægt að byrja vinnu að morgni dags og þar af leiðandi vera búinn um þrjú hálf fjögur leytið.

MBK

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Vinnutími styttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur fé til endurgreiðslu?

Bjarni Ben Jr hefur boðað endurgreiðslu þeirra ósæmilegu styrkja sem Sjálfstæðisflokkurinn þáði 2006 eða 2007 allt eftir hvvort miðað er við almennt viðmið eða bókhaldsreglur.

Mín spurning er hvaðan kemur féð sem á að endurgreiða styrkina með, ekki getur það verið sama féð, þar sem fram hefur komið að því var aflað til að bjarga mjög skuldsettum stjórnmálaflokki.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who do you think you are?

Það var og er mjög heppilegt að það er til einn stjórnmálamaður sem almenningur treystir, Jóhanna Sigurðardóttir, það vekur von um að hægt verði að ná sátt í þjóðfélaginu og hefja uppbyggingu.

Hins vegar er það ótækt að Ingibjörg Sólrún reyni að hengja sig á þann trúnað sem Jóhanna hefur byggt upp.  Ingibjörg Sólrún verður að búa við að hún hefur brotið þann trúnað sem til var niður.  Ingibjörg Sólrún þú ert ekki þjóðin. Dragðu þig í hlé og leyfðu þeim sem ekki hafa brugðist að takast á við verkefnin án afskipta þinna.

Kjartan Björgvinsson


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefið þeim blóm.

Það er kominn tími til að hætta öllum erjum og taka höndum saman og leysa þann mikla vanda sem íslenska þjóðin er í.

Hefnarþorsti, niðurníðing á einstaklingum, fyrirtækjum og stjórnvöldum á ekki eftir að hjálpa íslendingum upp úr þeim ömurlegu aðstæðum sem nú ríkja.  Þess í stað er þörf á að allir leggist á árarnar, togi í reipið, snúi bökum saman og be3ini orku sinni að uppbyggingu.

Það sem gerðist, gerðist, því verður ekki breytt. Við getum valið að þrástaglast á orsökum og ábyrgð og hver var verri en hinn til eilíðarnóns, það mun ekki bæta ástandið.  Látið nú þá sem hafa haft dug og þor til þess að takast á við það vandasama verkefni, vonandi undir smásjá fjölmiðlafólks, sem vonandi er vaknað af dáleiðslu liðinna ára um að leggja fram niðurstöður sínar og nýtum krafta allra hinna til að takast á við það mikla verkefni að endurreisa Ísland.

Horfumst í augu við raunveruleikann og höfum þor til að byggja upp á ný, í þetta sinn fyrirtæki sem byggja á raunverulegum verðmætum. Ísland hefur á að skipa best menntaða vinnuafli í heimi, nýtum það.  Breytum nýsköpunarsjóði atvinnulífsinsi úr klíku sem þarf að koma flokmkssystkinum í stöður í raunverulegt nýsköpunarafl, breytum Nýsköpunarmiðstöö Ísnands, skammstafað NMI, (lesið það á ensku), úr stofnun sem fyrst og fremst sinnir eigin markmiðum í stofnun sem ber framtíð nýsköpunarfyrirtækjanna fyrir brjósti. 

Viðurkennum að sennilega munu u.þ.b. 80% af nýsköpunar fyrirtækjunum ekki takast að komast til vits og ára, en þau 20% sem tekst það munu meira en bæta fyrir það. 

Sýnum þor, stefnum fram á veginn, það vinnur enginn ef þeir eru undir 2-0 í hálfleik og pakka í vörn.

Þrátt fyrir heimskreppu eru sóknarfærin mörg.  Ísland hefur bestu hugsanlega ímynd hvað varðar orkumál og náttúru, málefni sem njóta síaukinnar athygli um  allan heim.

Hættum því að hugsa um hverjir eru þrjótarnir, gerum eins og Hörður Torfa orti, gefið þeim blóm, já gefið þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Þeir eru ekki þess virði að eyða allri okkar orku í þá.

Stefnum fram á við.

Kjartan Björgvinsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband